Amorim með áhugaverða klásúlu - Man City sýnir Mainoo áhuga - Juve vill Silva - Liverpool gæti gert tilboð í Araujo
   fim 30. október 2014 08:00
Brynjar Ingi Erluson
Myndband: Callejon með klúður ársins á Ítalíu
Jose Callejon, leikmaður Napoli á Ítalíu, klúðraði á einhvern ótrúlegan hátt af línu er liðið mætti Atalanta í gær.

Napoli var 1-0 undir gegn Atalanta þegar tíu mínútur voru eftir af leiknum en hann fékk þá magnaða sendingu á fjærstöng.

Hann virtist nokkuð öruggur með að koma boltanum yfir línuna en ekki vildi betur en að boltinn fór yfir markið.

Það sem gerir þetta enn meira svekkjandi er það að Gonzalo Higuain jafnaði metin nokkrum mínútum síðar en klúðraði svo vítaspyrnu á síðustu sekúndum leiksins. Það féll ekki með Rafael Benitez og lærisveinum hans í þetta sinn..


Athugasemdir
banner