Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 30. október 2020 08:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Rodgers eftir sigur í Aþenu: Grasið var hræðilegt
Rodgers á grasinu eftir leik.
Rodgers á grasinu eftir leik.
Mynd: Getty Images
„Frammistaðan var mjög góð," sagði Brendan Rodgers, stjóri Leicester City, eftir 1-2 útisigur á AEK Aþenu í Evrópudeildinni í gærkvöldi. Jamie Vardy og Hamza Choudhury skoruðu mörk Leicester í leiknum.

„Þetta var öðruvísi frammistaða. Þetta var aldrei að fara vera leikur með hröðu flæði þar sem völlurinn var hræðilegur í hreinskilni sagt."

„Yfirborð vallarins var þannig að leikmenn voru ekki með örugga fótfestu. Það var það svo sleipt."

„Við vissum stöðuna því þegar okkar fulltrúar komu að skoða leikvanginn þá var okkur sagt frá þessu. Við vildum ekki nota það sem afsökun fyrir leik og ég sagði leikmönnum að við yrðum bara að eiga við þetta. Ég er ánægður með drengina hvernig þeir tækluðu þetta. Eftir tíu mínútur urðum við að horfa lengra fram völlinn í sendingum. Í úrvalsdeildinni erum við með frábæra velli sem veitir hraðara flæði."

Leicester hefur unnið báða leiki sína til þessa í Evrópudeildinni. Næst mætir liðið Leeds í úrvalsdeildinni á Elland Road á mánudag.
Athugasemdir
banner
banner
banner