Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
   fös 30. október 2020 06:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Zlatan vill að fólk passi sig: Þið eruð ekki Zlatan
Zlatan Ibrahimovic var í september greindur með kórónaveiruna. Um tveimur vikum síðar var hann laus við hana. Zlatan leikur með AC Milan á Ítalíu.

Zlatan sendi skilaboð til ítölsku þjóðarinnar. Hann hvetur fólk til að virða þær reglur sem eru í gildi.

„Veir­an réðst á mig og ég sigraði. En þú ert ekki Zlat­an - ekki skora veiruna á hólm. Vertu skyn­sam­ur, virtu all­ar regl­ur, og við mun­um sigra!" sagði Zlatan léttur á Instagram.

Zlatan er 39 ára gamall Svíi og hefur skorað sex mörk í þeim þremur leikjum sem hann hefur spilað í deildinni, þrisvar sinnum skorað tvennu.

Athugasemdir
banner
banner
banner