Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
banner
   mið 30. október 2024 19:23
Brynjar Ingi Erluson
Byrjunarlið Tottenham og Man City: Werner byrjar
Timo Werner er í liði Tottenham
Timo Werner er í liði Tottenham
Mynd: EPA
Tottenham Hotspur og Manchester City mætast í lokaleik 16-liða úrslita enska deildabikarsins klukkan 20:15 í Lundúnum í kvöld.

Ange Postecoglou gerir fimm breytingar frá 1-0 tapinu gegn Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni um helgina.

Timo Werner, Rodrigo Bentancur, Pape Matar Sarr, Archie Gray og Radu Dragusin koma inn í liðið.

Pep Guardiola gerir á meðan sex breyingar á sínu liði. Stefan Ortega kemur í markið í stað Ederson og þá koma þeir John Stones, Nathan Aké, Ilkay Gündogan, James McAtee og Nico O'Reilly inn.

Tottenham: Vicario, Gray, Dragusin, Van De Ven, Sarr, Bentancur, Kulusevski, Johnson, Solanke, Werner.

Man City: Ortega Moreno, Lewis, Stones, Akanji, Ake, Gundogan (C), McAtee, O'Reilly, Savinho, Nunes, Foden
Athugasemdir
banner