Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
banner
   mið 30. október 2024 23:54
Brynjar Ingi Erluson
Man City í erfiðri stöðu - „Verðum með tvo markverði og Haaland á æfingunni á morgun“
Pep Guardiola
Pep Guardiola
Mynd: Getty Images
Savinho meiddist í leiknum
Savinho meiddist í leiknum
Mynd: Getty Images
Manuel Akanji fann til og spilaði því ekki
Manuel Akanji fann til og spilaði því ekki
Mynd: EPA
Pep Guardiola, stjóri Manchester City, hefur verulegar áhyggjur af stöðunni á hópnum en hann segir stöðuna afar erfiða vegna meiðsla sem eru að hrjá leikmannahópinn.

Man City tapaði fyrir Tottenham, 2-1, í 16-liða úrslitum enska deildabikarsins í kvöld.

Englandsmeistararnir hafa ekki alveg verið upp á sitt besta undanfarið og nokkrir lykilmenn verið fjarverandi.

Guardiola var samt sem áður ánægður með frammistöðuna í kvöld.

„Framúrskarandi frammistaða. Ungu leikmennirnir gerðu mjög vel.

„Við spiluðum svo vel og ef þú spilar leikinn svona hratt þá sækja þeir hraðar, en við spiluðum mjög vel. Auðvitað komu vissar umbreytingar í einni hálfleiknum þar sem þeir gátu gert út um leikinn en ég veit það upp hár hvað við spiluðum vel.“


Guardiola talaði þá um meiðslin sem eru að hrjá hópinn.

„Við erum í erfiðri stöðu þegar það kemur að fjölda leikmanna. Það er eins og það er.“

„Það er allt í lagi þegar svona staða kemur upp í hópnum en á morgun verðum við með tvo markverði og Erling Haaland á æfingu því við höfum enga aðra.“

„Við erum með þrettán leikmenn og erum í þvílíkt erfiðri stöðu, en við verðum að leggja okkur fram. Flestir leikmenn sem spiluðu í kvöld kláruðu leikinn með einhverskonar vandamál en sjáum til hvernig endurheimtin mun ganga hjá þeim. Ég held að við séum í vandræðum því ég hef aldrei upplifað jafn mörg meiðsli á níu árum mínum hjá félaginu.“

„Þeir hafa aldrei verið samheldnari en nú. Við höfum lítinn tíma fyrir endurheimt en verðum að reyna að komast í gegnum þessa viku.“


Brasilíski vængmaðurinn Savinho var einn af þeim sem meiddist og þá átti Manuel Akanji að byrja leikinn, en hann fann fyrir eymslum í hné í upphitun og spilaði því ekki.

„Savinho fékk högg í teignum þar sem við áttum mögulega að fá vítaspyrnu. Við verðum bara að bíða og sjá, kannski var þetta bara smá högg eða kannski eitthvað annað. Hann fann til í beininu, en eins og ég segi þá vona ég að þetta sé ekkert alvarlegt.“

„Akanji fann fyrir einhverju í gær í hnénu og síðan leið honum ekki vel í upphitun fyrir leikinn. Hann sagði geta tekið áhættu og spilað en ég sagði nei. Ruben er stundum að glíma við meiðsli og þetta verður bara erfiðara með hverjum leiknum, en kannski einn daginn munum við allir sameinast,“
sagði Guardiola.
Athugasemdir
banner
banner
banner