Nkunku til Barcelona? - Man Utd hefur áhuga á Osimhen - Díaz ánægður á Anfield
   þri 30. nóvember 2021 12:34
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Staðfestir viðræður við Andra Rúnar
Andri Rúnar á landsliðsæfingu árið 2018
Andri Rúnar á landsliðsæfingu árið 2018
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Andri Rúnar Bjarnason hefur verið orðaður við ÍBV að undanförnu. Það hefur meðal annars komið fram í hlaðvarpsþættinum Dr. Football.

Andri Rúnar er framherji sem hefur leikið í atvinnumennsku síðustu ár. Á Íslandi lék hann síðast með Grindavík tímabilið 2017. Síðan hefur hann leikið með Helsingborg, Kaiserslautern og Esbjerg.

Andri er 31 árs og gæti verið á heimleið fyrir næsta tímabil. Samkvæmt heimildum Fótbolta.net reyndi ÍBV að fá Andra í vor þegar Gary Martin fór frá ÍBV í Selfoss.

Fótbolti.net ræddi við Hermann Hreiðarsson, þjálfara ÍBV, í dag og spurði hann út í Andra. Hemmi staðfesti að hann hafi rætt við Andra og að ÍBV væri að vinna í því að krækja í framherjann.

„Það er leikmaður við vildum gjarnan fá í okkar raðir. Það kemur allt í ljós hvort það takist. Það er ekkert klárt fyrr en það er klárt," sagði Hemmi.

Tímabilið 2017 skoraði Andri Rúnar nítján mörk í 22 leikjum fyrir Grindavík. Á Íslandi hefur Andri einnig leikið með BÍ/Bolungarvík og Víkingi.
Athugasemdir
banner