Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 30. nóvember 2022 22:39
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Frakkar gáttaðir og óska eftir svörum frá FIFA
Antoine Griezmann fagnar markinu ásamt Ousmane Dembele
Antoine Griezmann fagnar markinu ásamt Ousmane Dembele
Mynd: EPA

Frakkar eru mjög ósáttir eftir tap liðsins í lokaleik riðilsins gegn Túnis í dag.


Frakkar voru mjög slakir í leiknum sem lauk með mjög óvæntum 1-0 sigri Túnis.

Byrjunarlið Frakka var mikið breytt en Antoine Griezmann kom inn á sem varamaður og skoraði þegar átta mínútur voru komnar framyfir venjulegan leiktíma.

Hann hélt að hann hafi tryggt sínum mönnum stig en dómari leiksins fór í VAR og tók markið af. Eduardo Camavinga sendi boltann inn á teiginn þar sem Griezmann var rangstæður en reyndi ekki við boltann, varnarmaður Túnis reyndi að hreinsa frá en skallaði boltann beint upp í loftið.

Griezmann nýtti þá tækifærið og náði boltanum og skoraði.

Dómarinn fór í VAR eftir að hafa flautað leikinn af.

Margir eru ekki sammála þessum dóm og halda því fram að nýtt augnablik var hafið og Griezmann hafi því ekki verið rangstæður. Frakkar hafa sent formlega kvörtun til FIFA vegna málsins.


Athugasemdir
banner
banner
banner