Jorginho, Graham Potter, Zinedine Zidane, Xabi Alonso, Ramsdale og fleiri koma við sögu
banner
   fim 30. nóvember 2023 21:00
Brynjar Ingi Erluson
Hans Sævar aðstoðar Sigurvin hjá Þrótti
Lengjudeildin
Hans Sævar Sævarsson
Hans Sævar Sævarsson
Mynd: Þróttur R.
Hans Sævar Sævarsson hefur skrifað undir þriggja ára samning við Þrótt R. þar sem hann mun aðstoða Sigurvin Ólafsson við þjálfun meistaraflokks karla.

Það þarf ekki að kynna Hans fyrir Þrótturum. Hann spilaði með félaginu bæði í lok seinustu aldar og byrjun 21. aldarinnar ásamt því að þjálfa yngri flokka félagsins.

Hans þjálfaði einnig yngri flokka hjá Breiðabliki og KR, en hann hefur fengið viðurkenningar fyrir vel unnin störf í yngri flokkum hér á landi.

Frá 2012 til 2013 var hann í þjálfarateymi kvennaliðs Breiðabliks og þá hefur hann einnig komið að þjálfun hjá KV og Hvöt í meistaraflokki.

Hann hefur nú skrifað undir þriggja ára samning hjá Þrótti og verður Sigurvini til halds og traust í boðvangnum næstu ár.

Sigurvin var ráðinn til Þróttar eftir að Ian Jeffs sagði starfi sínu lausu, en hann hafði áður verið aðstoðarþjálfari hjá bæði FH og KR ásamt því að hafa þjálfað KV frá 2018-2021.

Þróttarar höfnuðu í 8. sæti Lengjudeildarinnar á nýafstöðnu tímabili aðeins þremur stigum frá fallsæti.
Athugasemdir
banner
banner