Liverpool skoðar Davies - City fer á markaðinn - Man Utd vill Gutierrez - Bruno og Garnacho ekki öruggir - Fleiri orðaðir frá United
   lau 30. nóvember 2024 13:01
Brynjar Ingi Erluson
U19 kvenna: Þriggja marka tap gegn Evrópumeisturunum
Icelandair
Mynd: KSÍ
Íslenska kvennalandsliðið skipað leikmönnum 19 ára og yngri tapaði fyrir Spánverjum, 3-0, í undankeppni Evrópumótsins á Pinatar-vellinum í Murcia í dag.

Ísland gerði svekkjandi 1-1 jafntefli gegn Belgíu í fyrsta leiknum á mótinu og náði sér ekki alveg á strik gegn ríkjandi Evrópumeisturum Spánar í dag.

Spænska liðið skoraði öll þrjú mörk sín á sextán mínútna kafla í fyrri hálfleiknum. Cristina Libran, Daniela Agote og Celia Segura gerðu mörk heimaliðsins.

Ekki er öll von úti en efstu þrjú liðin í riðlinum fara áfram í næstu umferð.

Ísland mætir Norður-Írlandi í lokaumferðinni en sá leikur er spilaður á þriðjudag og hefst klukkan 11:00. Ísland er með eitt stig í 3. sæti en Norður-Írland án stiga á botninum.

Lið Íslands: Sigurborg K. Sveinbjörnsdóttir (M), Líf Joostdóttir van Bemmel, Jónína Linnet, Helga Rut Einarsdóttir, Bergdís Sveinsdóttir (F) ('57. Margrét Brynja Kristinsdóttir), Brynja Rún Knudsen ('57, Ísabella Sara Tryggvadóttir), Sigdís Eva Bárðardóttir ('46, Hrefna Jónsdóttir), Ragnheiður Þórunn Jónsdóttir, Freyja Stefánsdóttir ('83, Björg Gunnlaugsdóttir), Kolbrá Una Kristinsdóttir, Berglind Freyja Hlynsdóttir ('46, Hrafnhildur Ása Halldórsdóttir).
Athugasemdir
banner
banner
banner