Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 31. janúar 2020 18:29
Ívan Guðjón Baldursson
Robinson ekki til Milan - Laxalt kallaður úr láni (Staðfest)
Mynd: Getty Images
AC Milan var nálægt því að ganga frá kaupum á Antonee Robinson, vinstri bakverði Wigan Athletic, fyrir tíu milljónir punda.

Robinson flaug til Ítalíu í dag en félagaskiptaglugginn þar í landi lokar snemma í kvöld og því ekki nægur tími til að ganga frá skiptunum.

Stjórnendur Milan óttuðust að þetta myndi gerast og ákváðu því að kalla úrúgvæska bakvörðinn Diego Laxalt til baka úr láni frá Torino.

Laxalt mun því veita hinum öfluga Theo Hernandez samkeppni í bakvarðarstöðunni á meðan Robinson verður eftir í Championship deildinni.

Wigan keypti Robinson frá Everton fyrir tvær milljónir punda síðasta sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner