Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 31. janúar 2020 21:00
Ívan Guðjón Baldursson
Sheffield United lánar Ravel Morrison til Middlesbrough (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Enska úrvalsdeildarfélagið Sheffield United er búið að lána Ravel Morrison í Championship deildina þar sem hann mun leika með Middlesbrough út tímabilið.

Morrison, sem verður 27 ára á sunnudaginn, þótti gífurlega mikið efni í unglingaliði Manchester United en skapgerð hans og hegðun skemmdi fyrir honum. Hann fékk tækifæri víða um England og hjá Lazio en endaði í sænska boltanum hjá Östersund í fyrra.

Hann gekk í raðir Sheffield á frjálsri sölu síðasta sumar en hefur ekki tekist að koma sér inn í liðið. Hann er búinn að taka þátt í einum deildarleik og þremur bikarleikjum á tímabilinu.

Nú fær hann tækifæri hjá Middlesbrough sem er í neðri hluta Championship deildarinnar, með 35 stig eftir 29 umferðir.
Athugasemdir
banner
banner
banner