Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 31. janúar 2020 20:28
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Úrslitaleikur Reykjavíkurmótsins færður á Origo-völlinn
Úrsitaleikurinn fer fram á Hlíðarenda.
Úrsitaleikurinn fer fram á Hlíðarenda.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tekin hefur verið ákvörðun um að færa úrslitaleik Reykjavíkurmóts karla úr Egilshöll á Origo-völlinn á Hlíðarenda.

Reykjavíkurmótið hefur farið fram í Egilshöll, en það mun úrslitaleikurinn ekki gera.

Umræða hefur skapast um Egilshöllina og gervigrasið þar síðustu daga eftir gagnrýni frá tveimur þjálfurum í efstu deild sem töluðu meðal annars um meiðslahættu og lélega umhirðu.

Þessari gagnrýni var svarað af rekstraraðilum vallarins sem sögðu að völlurinn uppfyllti allar kröfur.

Sagt var að völlurinn væri vottaður af FIFA Quality staðalnum en það er hinsvegar ekki rétt. Sú vottun er runnin út og hefur ekki verið endurnýjuð.

Þá er áhugavert að samkvæmt heimasíðu KSÍ rann vallarleyfi Egilshallar út í lok ársins 2018.

Í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins munu KR og Valur eigast við, nú á Origo-vellinum.

Eftirfarandi leik hefur verið breytt:

Reykjavíkurmót – Meistaraflokkur karla
Úrslitaleikur
KR - Valur


Var: Mánudaginn 3. febrúar kl. 20.00 í Egilshöll
Verður: Mánudaginn 3. febrúar kl. 20.00 á Origo vellinum
Athugasemdir
banner
banner
banner