Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 31. janúar 2023 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Augustinsson frá Villa til Mallorca (Staðfest)
Augustinsson á 27 leiki að baki fyrir Sevilla.
Augustinsson á 27 leiki að baki fyrir Sevilla.
Mynd: EPA

Vinstri bakvörðurinn Ludwig Augustinsson hefur verið endurkallaður úr láni frá Aston Villa og sendur til Mallorca.


Augustinsson er samningsbundinn Sevilla og var lánaður til Villa fyrir tímabilið en tókst ekki að festa sig í sessi, hvorki undir stjórn Steven Gerrard né Unai Emery. Hann hefur í heildina komið við sögu í fimm leikjum á tímabilinu.

Hann heldur því í góða veðrið á Mallorca þar sem hann verður partur af áhugaverðum leikmannahópi. Mallorca vermir tíunda sæti spænsku deildarinnar og er ekki nema sex stigum frá Evrópusæti.

Augustinsson er 28 ára gamall landsliðsmaður Svía með 50 leiki að baki. Hann lék fyrir FC Kaupmannahöfn og Werder Bremen áður en hann gekk í raðir Sevilla sumarið 2021.

Villa krækti í Alex Moreno frá Real Betis í fyrri hluta janúar og er hann að berjast um bakvarðarstöðu liðsins við Lucas Digne.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner