Amorim gæti stigið frá borði ef slæmt gengi Man Utd heldur áfram - Bayern ætlar ekki að bjóða Sane hærri samning
   þri 31. janúar 2023 21:29
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Jökull lánaður til Stevenage (Staðfest)
Jökull Andrésson.
Jökull Andrésson.
Mynd: Reading
Unglingalandsliðsmarkvörðurinn Jökull Andrésson hefur verið lánaður frá Reading til Stevenage út þessa leiktíð.

Jökull, sem er 21 árs gamall, er uppalinn í Aftureldingu en hefur verið á mála hjá Reading frá árinu 2017.

Hann hefur leikið með tveimur öðrum félögum á Englandi á lánssamningi. Hann hefur þrisvar farið til Exeter og tvisvar til Morecambe.

Núna síðast spilaði hann einn leik fyrir Exeter en hann mun klára tímabilið með Stevenage sem er í deild fyrir neðan, D-deildinni á Englandi.

Stevenage er sem stendur í öðru sæti D-deildarinnar en liðið kom á óvart fyrir nokkrum vikum síðan með því að slá út Aston Villa í FA-bikarnum.
Athugasemdir
banner
banner