Olise eftirsóttur - Sádi-Arabía til í að galopna veskið fyrir Van Dijk - Margir orðaðir við Man Utd
   þri 31. janúar 2023 13:56
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Óliver Steinar verður leikmaður Vals
Í vináttuleik gegn Svíum síðasta haust.
Í vináttuleik gegn Svíum síðasta haust.
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Valur er, samkvæmt heimildum Fótbolta.net, að fá Óliver Steinar Guðmundsson í sínar raðir frá ítalska félaginu Atalanta.

Óliver kom til Íslands í gær eftir að félögin náðu samkomulagi sín á milli. Það var talsverður áhugi á Óliver, en hann ákvað að velja Val.

Miðað við tíðindi síðustu daga er Valur að herja á ítalska markaðinn.

Valur er að reyna fá Kristófer Jónsson úr láni frá Venezia og er félagið einnig að reyna fá Hlyn Frey Karlsson frá Bologna.

Allt eru þetta unglingalandsliðsmenn. Óliver er átján ára og uppalinn hjá Haukum. Hann fór til Atalanta eftir sumarið 2020 og hefur leikið með unglingaliðum félagsins.

Hann á að baki þrjá leiki fyrir U19 landsliðið.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner