Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 31. janúar 2023 17:10
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sabitzer á flugvellinum í München - Á leið til Manchester
Marcel Sabitzer.
Marcel Sabitzer.
Mynd: EPA
Það er útlit fyrir það að Manchester United muni landa miðjumanninum Marcel Sabitzer frá Bayern München áður en félagaskiptaglugginn lokar.

Florian Plettenberg hjá Sky í Þýskalandi greinir frá því að Austurríkismaðurinn hafi sést á flugvelli í München þar sem hann er undirbúa sig fyrir að taka flugið yfir til Manchester til að ganga frá skiptunum.

Sabitzer er fjórði kosturinn inn á miðsvæðið hjá Bayern en Leon Goretzka og Joshua Kimmich spila þar flesta leiki. Ryan Gravenberch er svo næstur í röðinni á undan Sabitzer.

Chelsea er einnig sagt hafa áhuga á leikmanninum en talsvert líklegra sé að hann fari til United.

Sabitzer er 28 ára Austurríkismaður sem kom til Bayern frá RB Leipzig sumarið 2021. Hann á að baki 68 landsleiki. Á þessu tímabili hefur hann skorað eitt mark í 24 leikjum í öllum keppnum með Bayern. Hann getur leyst margar stöður á vellinum en hefur oftast spilað á miðri miðjunni.

Hann kemur til með að fylla í skarðið sem Christian Eriksen skilur eftir sig á meðan hann er meiddur næstu vikurnar. Donny van de Beek er einnig frá vegna meiðsla út þessa leiktíð og mikilvægt fyrir Man Utd að fá inn miðjumann.
Athugasemdir
banner
banner