Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 31. janúar 2023 07:20
Ívan Guðjón Baldursson
Sevilla fær Pape Gueye frá Marseille (Staðfest)
Mynd: EPA

Sevilla er búið að tryggja sér senegalska miðjumanninn Pape Gueye á lánssamningi frá Marseille sem gildir út tímabilið. Það er enginn kaupmöguleiki sem fylgir en Gueye er samningsbundinn Marseille til 2024.


Gueye er 24 ára miðjumaður sem komst í fréttirnar vorið 2020 fyrir að samþykkja samning við Watford, skipta um umboðsmenn og hætta svo við samninginn á ólögmætan hátt sem varð til þess að Marseille fékk refsingu og Gueye leikbann.

Gueye var fastamaður í byrjunarliðinu en hefur ekki tekist að halda í sætið eftir komu ýmissa gæðamikilla miðjumanna á borð við Matteo Guendouzi og Jordan Veretout.

Gueye fyllir í skarðið sem Thomas Delaney skilur eftir sig í leikmannahópi Sevilla. Delaney er á leið til Hoffenheim á lánssamningi.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner