Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 31. mars 2020 07:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Missir Grealish af landsliðssæti og dvínar áhugi Man Utd?
Mynd: Getty Images
David McDonnell, blaðamaður hjá Mirror, skrifaði í gærkvöldi hugleiðingu sem snýr að Jack Grealish. Grealish, sem er fyrirliði Aston Villa, keyrði á eftir teiti um helgina og hefur hann fengið mikla gagnrýni fyrir.

Grealish var á góðri leið að vinna sig inn í enska landsliðið og var Manchester United hafa augastað á miðjumanninum. McDonnell segir gjörðir Grealish á sunnudagsmorgun mögulega hafa sett bæði landsliðssætið og félagaskiptin til United í uppnám.

Grealish er 24 ára gamall og hefur átt góða leiktíð. Sjónarvottar sáu Grealish keyra á kyrrstæða bíla í 80 þúsund punda bifreið sinni áður en hann skildi eftir upplýsingar og keyrði í burtu áður en lögregla kom á staðinn.

Möguleiki er á því að Grealish hafi ekki verið við stýrið á bifreið sinni en þetta lítur mjög illa út fyrir Grealish þar sem samkomubann er í Englandi vegna veirunnar. Grealish er ekki með alveg hreint blað þar sem hann hefur oft verið í fréttum fyrir hluti utan vallar frá því hann lék sinn fyrsta leik fyrir Villa fyrir sex árum.

Kaldhæðnin við þetta allt er sú að sólarhring fyrir áreksturinn setti Grealish inn myndband á Twitter reikningi sínum þar sem hann hvatti fylgjendur sína til að halda sig innandyra.

Gareth Southate, landsliðsþjálfari, vill að menn hegði sér vel og hikaði hann ekki við að setja Raheem Sterling í leikbann þegar hann reifst við Joe Gomez í landsliðsverkefni. Ole Gunnar Solskjær, stjóri United, vill einnig mikinn aga en hann var alls ekki sáttur þegar Jesse Lingard tók upp Snapchat ævintýri síðasta sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner