mið 31. mars 2021 20:41
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gríðarlega óvænt úrslit í riðli Íslands
Icelandair
Reynsluboltinn Goran Pandev skoraði fyrir Norður-Makedóníu.
Reynsluboltinn Goran Pandev skoraði fyrir Norður-Makedóníu.
Mynd: Getty Images
Þýskaland 1 - 2 Norður-Makedónía
0-1 Goran Pandev ('45 )
1-1 Ilkay Gundogan ('63 , víti)
1-2 Eljif Elmas ('85 )

Norður-Makedónía gerði sér lítið fyrir og skellti Þýskalandi á útivelli í riðli okkar Íslendinga í undankeppni HM í kvöld.

Ísland tapaði 3-0 fyrir Þýskalandi í fyrstu umferð riðilsins og Þjóðverjar unnu svo nauman sigur á Rúmeníu í öðrum leik sínum. Norður-Makedónía vann 5-0 sigur á Liechtenstein en tapaði fyrir Rúmeníu í fyrstu umferð.

Reynsluboltinn Goran Pandev kom Norður-Makedóníu yfir undir lok fyrri hálfleiks en Ilkay Gundogan jafnaði úr víti um miðbik seinni hálfleiks.

Norður-Makedónía gafst hins vegar ekki upp við jöfnunarmarkið og þeir skoruðu sigurmarkið í leiknum á 85. mínútu. Það var Eljif Elmas sem gerði það.

Gríðarlega óvænt úrslit en Ísland vann 4-1 sigur á Liechtenstein í kvöld og Armenía vann 3-2 sigur á Rúmeníu í dag.

Svona er staðan í riðlinum:
1. Armenía 9 stig
2. Norður-Makedónía 6 stig
3. Þýskaland 6 stig
4. Rúmenía 3 stig
5. Ísland 3 stig
6. Liechtenstein 0 stig
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner