Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 31. mars 2021 16:51
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Guendouzi og Edouard skoruðu í fyrri hálfleik gegn Íslandi
Icelandair
Guendouzi skoraði fyrir Frakka.
Guendouzi skoraði fyrir Frakka.
Mynd: Getty Images
Frakkar leiða með tveimur mörkum gegn engu í leik við Ísland í lokaumferð riðlakeppni U21 Evrópumótsins.

Ísland þarf að vinna þennan leik með þremur mörkum til þess að eiga möguleika á að komast áfram en staðan er heldur betur ekki góð núna. Það er óhætt að segja það.

Matteo Guendouzi, miðjumaður Arsenal sem er í láni hjá Hertha Berlín, kom Frökkum yfir á 17. mínútu. „Sending upp vinstri vænginn, fyrirgjöf og Guendouzi laus inn á teignum. Of auðvelt og upp úr engu," skrifaði Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke í beinni textalýsingu frá leiknum sem má nálgast hérna.

Sóknarmaðurinn Odsonne Edouard, sem leikur með Celtic, bætti við öðru marki á 38. mínútu. Aftur frekar auðvelt fyrir þá frönsku.

Staðan er 2-0 fyrir Frakkland þegar búið er að flauta til hálfleiks og það er sanngjarnt þó Íslandi hafi átt fínar rispur inn á milli.

Hægt er að sjá mörkin úr leiknum hér að neðan.




Athugasemdir
banner
banner
banner