Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 31. mars 2021 08:00
Brynjar Ingi Erluson
Hudson-Odoi meiddur og spilar ekki meira á EM
Callum Hudson-Odoi
Callum Hudson-Odoi
Mynd: Getty Images
Callum Hudson-Odoi, leikmaður Chelsea og enska U21 árs landsliðsins, verður ekki meira með á Evrópumótinu vegna meiðsla en Aidy Boothroyd, þjálfari liðsins, staðfesti þessar fregnir í gær.

Hudson-Odoi er alger lykilmaður í U21 árs landsliðinu en enska liðið hefur tapað báðum leikjum sínum í riðlinum.

Eina von Englendinga er að vinna Króata með tveimur mörkum eða meira og vonast til þess að Portúgal vinni Sviss.

Ljóst er að Hudson-Odoi verður ekki meira með eftir að hann meiddist á öxl á æfingu liðsins og er nú farinn aftur til Chelsea.

Mason Greenwood er einnig frá og verður ekki með gegn Króötum og þá er óvíst hvort Emile Smith Rowe verði klár í slaginn. Leikurinn fer fram í dag.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner