Chelsea verðmetur Jackson á 100 milljónir punda - Rashford efstur á óskalista Barcelona - Sancho til Juventus?
   mið 31. mars 2021 16:52
Elvar Geir Magnússon
Spilavíti á endurbættum heimavelli Real Madrid
Real Madrid hefur spilað á varaliðsvellinum á þessu tímabili þar sem framkvæmdir standa yfir á Santiago Bernabeu leikvangnum.

Félagið nýtti tækifærið fyrst það er áhorfendabann vegna Covid-19 faraldursins og er að taka heimavöll sinn algjörlega í gegn.

Nú er greint frá því að á endurbættum Santiago Bernabeu verði meðal annars glæsilegt spilavíti.

Einnig verða heimsklassa veitingastaðir tengdir lekvangnum, safn, ýmsar verslanir og fleira.

Real Madrid vill einnig hafa hótel tengt leikvangnum en borgaryfirvöld hafa ekki gefið leyfi enn.
Athugasemdir