Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mið 31. mars 2021 05:55
Brynjar Ingi Erluson
Undankeppni HM í dag - Mikilvægur leikur í Liechtenstein
England mætir Póllandi
England mætir Póllandi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fjölmargir leikir eru á dagskrá í undankeppni HM í dag en íslenska landsliðið mætir Liechtenstein ytra í gríðarlega mikilvægum leik.

Ísland hefur tapað fyrstu tveimur leikjunum í undankeppninni og mætir núna einu veikasta liði riðilsins. Mikil gagnrýni hefur verið á íslenska liðið síðustu daga en það birtir alltaf til og núna er annar leikur gegn öðrum mótherja.

Sigur í dag væri gott veganesti fyrir komandi leiki í undankeppninni.

Pólska landsliðið verður án besta knattspyrnumanns heims, Robert Lewandowski, er liðið mætir Englandi í kvöld en hann verður frá næstu vikurnar vegna meiðsla.

England hefur unnið báða leiki sína í riðlinum á meðan Pólland er með fjögur stig en ljóst er að þetta verður erfitt fyrir pólska liðið án Lewandowski.

Færeyjar mæta þá Skotum og Spánn spilar við Kósóvó. Þá spilar Ítalía við Litháen og Frakklandi við Bosníu og Herzegóvínu en hægt er að sjá alla leiki dagsins hér fyrir neðan.

Leikir dagsins:

B-riðill
18:45 Grikkland - Georgia
18:45 Spánn - Kósóvó

C-riðill
18:45 Litháen - Ítalía
18:45 Norður Írland - Bulgaria

D-riðill
18:45 Bosnia Herzegovina - Frakkland
18:45 Úkraína - Kasakstan

F-riðill
18:45 Austurríki - Danmörk
18:45 Moldova - Israel
18:45 Skotland - Færeyjar

I-riðill
18:45 Andorra - Ungverjaland
18:45 England - Pólland
18:45 San Marino - Albanía

J-riðill
16:00 Armenia - Rúmenía
18:45 Þýskaland - Norður Makedónía
18:45 Liechtenstein - Ísland
Athugasemdir
banner
banner