fös 31. mars 2023 12:15 |
|
Hin hliðin - Arnar Breki Gunnarsson (ÍBV)
Arnar Breki sló í gegn á síðasta tímabili, skoraði fjögur mörk á sínu fyrsta tímabili með ÍBV í meistaraflokki. Hann var alltaf að og varnarmenn andstæðinganna fengu engan frið í leikjunum gegn ÍBV.
Hann vann sér sæti í U21 landsliðinu með frammistöðu sinni á tímabilinu og æfði með Bristol City í vetur. Í dag sýnir hann á sér hina hliðina.
Sjá einnig:
Spá Fótbolta.net - 8. sæti: ÍBV
Æfði í tæpan mánuð hjá liði í Championship - „Í mínum augum var þetta tímaspursmál"
Hann vann sér sæti í U21 landsliðinu með frammistöðu sinni á tímabilinu og æfði með Bristol City í vetur. Í dag sýnir hann á sér hina hliðina.
Sjá einnig:
Spá Fótbolta.net - 8. sæti: ÍBV
Æfði í tæpan mánuð hjá liði í Championship - „Í mínum augum var þetta tímaspursmál"
Fullt nafn: Arnar Breki Gunnarsson
Gælunafn: Ardie, svo myndi Eiður sturlast ef ég set ekki Tasmaníudjöfullinn líka þó svo að enginn kalli mig það nema bara hann
Aldur: 20
Hjúskaparstaða: Föstu
Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: 2020
Uppáhalds drykkur: Vatn
Uppáhalds matsölustaður: Kráin
Hvernig bíl áttu: Á ekki bíl
Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Office
Uppáhalds tónlistarmaður: Birnir eins og er en það er sífellt að breytast
Uppáhalds hlaðvarp: Hlusta ekki á þau þannig ekki neitt
Fyndnasti Íslendingurinn: Jón Gnarr
Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: 20.03.2023
Herjólfur siglir eina ferð til Landeyjahafnar seinnipartinn í dag.
Brottför frá VEY: 17:00
Brottför frá LAN: 21:30 (Áður 20:45)
Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: Hetti
Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Ben Doak
Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: Hermann Hreiðarsson ekki galið að minnast á Gunnar Heiðar líka
Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Enginn sem poppar upp í hugann svona í fljótu bragði
Hver var fyrirmyndin þín í æsku: Fernando Torres svo þegar hann fór frá Liverpool þá tók Suarez við
Sætasti sigurinn: Vikingur Ó með KFS í bikarnum var frekar sætur en líka sigurinn á móti Val á Hásteinsvellinum í fyrra þegar Halldór Jón Sigurður skoraði jafn mörg mörk og nöfnum hann heitir
Mestu vonbrigðin: Alltaf þegar maður missir boltann
Uppáhalds lið í enska: Liverpool
Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Bara einhvern meistara
Efnilegasti knattspyrnumaður/kona landsins: Á sínum tíma Eyþór Orri Ómarsson
Fallegasti knattspyrnumaðurinn á Íslandi: Halldór Jón Sigurður Þórðarson (með mottuna samt)
Fallegasta knattspyrnukonan á Íslandi: Erfitt að segja
Besti knattspyrnumaðurinn frá upphafi: Ætli það sé ekki bara Messi án þess að ég hafi séð mikið af honum spila í spænsku deildinni
Hver er mesti höstlerinn í liðinu: Jón Jökull ekki spurning
Uppáhalds staður á Íslandi: Mávurinn
Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Hafði svolítið gaman af því þegar Guðjón Orri fékk krampa og það þurfti að teygja á markamanninum helgina eftir þjóðhátíðina í fyrra, brekkan farið einhvað illa í hann
Ertu með einhverja hjátrú tengda fótbolta: Labba alltaf í sjoppuna áður en ég mæti niður á völl á leikdegi og kaupi mér fílakaramellu
Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: Golfi og úrslitakeppninni hjá ÍBV í handboltanum
Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Það er misjafnt en held ég sé búinn að finna fína skó núna það er Nike eitthvað
Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla: Átti erfiðast með stærðfræðina
Vandræðalegasta augnablik: Vandræðalegasta augnablikið í fótbolta var allavegana þegar ég kom inn á í fyrri hálfleik og var svo tekinn útaf í hálfleiknum
Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju og af hverju: Guðjón Erni, Tómas Bent og Eyþór Orra myndum samt ekki þrauka lengi held ég
Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Það er ekkert sturlað við mig
Hvaða samherji hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum og af hverju: Hermann Þór bara hversu galinn þessi maður er
Hverju laugstu síðast: Að ég kaupi fílakaramellu fyrir heimaleiki
Hvað er leiðinlegast að gera á æfingum: Hlaupa án bolta
Ef þú fengir eina spurningu til að spyrja hvern sem er: Hver yrði spurningin og hvern myndiru spyrja: Jurgen Klopp og hvað í ósköpunum sé að eiga sér stað.
Athugasemdir