Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fös 31. mars 2023 23:51
Brynjar Ingi Erluson
Mjólkurbikarinn: Skoraði þrennu í framlengingu
Kría vann KB 4-2 í Breiðholti
Kría vann KB 4-2 í Breiðholti
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Þróttarar eru áfram í næstu umferð
Þróttarar eru áfram í næstu umferð
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
RB, Kría og Þróttur V. eru öll komin í aðra umferð Mjólkurbikarsins eftir sigra í kvöld. Paulo Ippolito, leikmaður RB, skoraði þrennu fyrir liðið í framlengingu í 5-3 sigri á Álafossi.

Þróttur V. vann góðan 3-1 sigur á Úlfunum. Gestirnir komust í þriggja marka forystu í leiknum í gegnum Magnús Andra Ólafsson, Kára Sigfússon og Adam Árna Róbertsson áður en Hilmar Þór Sólbergsson minnkaði muninn. Þróttara spiluðu manni færri frá 23. mínútu er Ólafur Örn Eyjólfsson var rekinn a velli en það kom ekki að sök.

Birkir Rafnsson skoraði þá þrennu er Kría vann 4-2 sigur á KB í Breiðholtinu. Þrennuna gerði hann á sautján mínútum í fyrri hálfleik.

RB tryggði þá sæti sitt í næstu umferð með því að vinna 5-3 sigur á Álafossi. Einar Björn Þorgrímsson skoraði bæði mörk gestanna en Juan Ignacio Falcon kom RB aftur inn í leikinn með tveimur mörkum og þurfti því að framlengja.

Alexander Aron Davorsson, þjálfari kvennaliðs Aftureldingar, kom gestunum í 3-2 á 102. mínútu en þá tók Paulo Ippolito, leikmaður RB, við og kláraði dæmið.

Hann skoraði þrennu á fimmtán mínútum og reyndist hetja RB.

Úrslit og markaskorarar:

Úlfarnir 1 - 3 Þróttur V.
0-1 Magnús Andri Ólafsson ('32 )
0-2 Kári Sigfússon ('57 )
0-3 Adam Árni Róbertsson ('80 )
1-3 Hilmar Þór Sólbergsson ('86 )
Rautt spjald: Ólafur Örn Eyjólfsson , Þróttur V. ('23)

KB 2 - 4 Kría
0-1 Birkir Rafnsson ('16 )
1-1 Aakash Gurung ('26 )
1-2 Birkir Rafnsson ('31 )
1-3 Birkir Rafnsson ('33 )
2-3 Arnór Sigurvin Snorrason ('48 )
2-4 Hafþór Bjarki Guðmundsson ('70 )

RB 2 - 2 Álafoss (5-3, eftir framlengingu)
0-1 Einar Björn Þorgrímsson ('55 )
0-2 Einar Björn Þorgrímsson ('66 )
1-2 Juan Ignacio Falcon ('79 , Mark úr víti)
2-2 Juan Ignacio Falcon ('84 )
2-3 Alexander Aron Davorsson ('102 )
3-3 Paulo Ippolito ('105 )
4-3 Paulo Ippolito ('109 )
5-3 Paulo Ippolito ('120 )
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner