Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 31. mars 2024 18:53
Brynjar Ingi Erluson
Arteta: Við vorum stórkostlegir
Mynd: John Walton
Mikel Arteta, stjóri Arsenal, var í skýjunum með frammistöðu liðsins í markalausa jafnteflinu gegn Manchester City á Etihad í dag.

Síðast þegar þessi lið mættust á Etihad í deildinni þá vann Man City 4-1 sigur.

Það var allt annað að sjá Arsenal-liðið í dag sem spilaði skipulagðan varnarleik og virtist frammistaðan mun þroskaðri en á síðasta ári.

„Þetta var mikill baráttuleikur, eins maður bjóst við. Við tókum annað stórt skref í dag,“ sagði Arteta við BBC.

„Þeir eru með getuna til að breyta um leikkerfi til að koma liðum djúpt aftur á völlinn á mörgum augnablikum. Þeir eru mjög líkamlegir en mér fannst við ná að eiga ágætlega við það.“

„Mér fannst við komast í bestu stöðurnar. Á tímum vorum við ótrúlega grimmir og komum boltanum í frábær svæði og hvernig við börðumst, bæði sem einstaklingar og sem lið var bara stórkostlegt.“

„Einstaklingslega séð verður þú að vera upp á þitt besta. Ég held að síðast sem Man City skoraði ekki á eigin heimavelli hafi verið árið 2021.“

„Þetta var erfitt próf fyrir okkur í dag. Við vildum vinna en þegar þú getur það ekki þá verður þú að passa að þú tapir ekki heldur,“
sagði hann enn fremur.
Athugasemdir
banner
banner
banner