Man City leiðir kapphlaupið um Musiala - Man Utd hefur áhuga á Toney - Arsenal endurskoðar áætlanir
   sun 31. mars 2024 17:25
Brynjar Ingi Erluson
England: Markalaust í tilþrifalitlum leik á Etihad
Úr leiknum
Úr leiknum
Mynd: Getty Images
Mikel Arteta og Pep Guardiola sættust á að deila stigunum
Mikel Arteta og Pep Guardiola sættust á að deila stigunum
Mynd: Getty Images
Manchester City 0 - 0 Arsenal

Manchester City og Arsenal gerðu markalaust jafntefli í 30. umferð ensku úrvalsdeildarinnar á Etihad-leikvanginum í dag er ljóst að Liverpool verður á toppnum eftir þessa umferð.

Það var bersýnilegt að bæði lið voru hrædd við að gera mistök, sem kemur kannski ekki óvart miðað við það sem var undir í leiknum.

Gabriel Jesus setti boltann rétt framhjá markinu á tíundu mínútu leiksins og þá komst Nathan Aké í gott færi eftir hornspyrnu en boltinn fór af öxlinni og í hendurnar á David Raya.

Aké þurfti að fara af velli stuttu síðar vegna meiðsla og kom Rico Lewis inn í hans stað.

Markalaust í hálfleik og færin fá. Arsenal lagði að mestu rútunni í fyrri hálfleiknum.

Í síðari hálfleiknum skaut Mateo Kovacic boltanum af löngu færi en framhjá markinu. Arsenal spilaði skipulagðan varnarleik og var ekki að gefa mörg færi á sig.

Erling Braut Haaland kom sér í stórt færi eftir sendingu Josko Gvardiol en tókst ekki að nýta sér það. Léttir fyrir Arsenal, sem komst stuttu síðar í færi í gegnum Leandro Trossard en Stefan Ortega var ekki í vandræðum með það.

Markalaust jafntefli var það og er það Liverpool sem fagnar því mest af öllum. Liverpool er með tveggja stiga forystu á toppnum, með 67 stig, Arsenal í öðru sæti með 65 stig og Man City kemur síðan í þriðja sætinu með 64 stig.

Níu umferðir eftir og nóg af safaríkum leikjum. Þessi titilbarátta mun ekki ráðast fyrr en á lokametrunum, það er alveg ljóst.
Athugasemdir
banner
banner