Man City leiðir kapphlaupið um Musiala - Man Utd hefur áhuga á Toney - Arsenal endurskoðar áætlanir
   sun 31. mars 2024 15:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Kolbeinn lagði upp á Andra í slæmu tapi Lyngby
Andri Lucas Guðjohnsen
Andri Lucas Guðjohnsen
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Kolbeinn Finnsson, Sævar Atli Magnússon og Andri Lucas Guðjohnsen voru allir í byrjunarliði Lyngby þegar liðið steinlá gegn Randers í fyrstu umferð í neðri hluta dönsku deildarinnar.


Randers komst í 3-0 en Andri minnkaði muninn undir lok fyrri hálfleiks eftir undirbúning Kolbeins. Randers svaraði með þremur mörkum í viðbót áður en Lyngby gat svarað og 6-2 lokatölur.

Lyngby er í 10. sæti deildarinnar með 23 stig, fjórum stigum frá fallsæti.

Alfons Sampsted var tekinn af velli í hálfleik þegar Twente vann 1-0 sigur á Heracles í hollensku deildinni.

Twente er í 3. sæti með 56 stig, fjórum stigum á undan AZ Alkmaar og 12 stigum á undan Ajax en efstu þrjú liðin tryggja sér sæti í Meistaradeildinni.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner