Ólafur Þórðarson og hans menn í Víkingi töpuðu 3-2 í Vestmannaeyjum í kvöld. En þetta var annar tapleikur Víkinga í röð.
Lestu um leikinn: ÍBV 3 - 2 Víkingur R.
„Við lendum 3-0 undir í fyrri hálfeik fyrst eftir atvik sem er að algjört grín. Dómarinn gefur ÍBV víti en markamaðurinn ver það að vísu í horn og þeir skora uppúr þessu horni þannig það tenigst beint þessu víti." sagði Óli Þórðar ómyrkur í máli eins og venjulega.
„Zivkovic er að reyna að skallann og fær hann í hausinn og "chippaði" honum þarna upp í vinkilinn sem var gjörsamlega óverjandi"
„Samt sem áður vorum við miklu betra liðið í fyrri hálfleiknum. Eyjamenn komust varla fram fyrir miðju eða varla út úr teignum hjá sér fyrstu 25-30 mínúturnar."
Aðspurður um það hvort að hann væri sáttur með að fá á sig tvö mörk úr föstum leikatriðum sagði Óli þetta:„Jájá algjört djók, algjört djók. Það eru bara einstaklingar í liðinu sínu sem vinna ekki vinnuna sína. Ef að ég ætti að passa þennan ljósastaur hérna þá gæti ég staðið hérna allan daginn og passað hann."
Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir























