Van Dijk vill framlengja - PSG og Juve vilja Salah - Man Utd vill Rabiot
banner
   mið 31. maí 2023 14:45
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Dalot hjá Man Utd til 2028 (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Diogo Dalot er búinn að skrifa undir nýjan samning við Manchester United og er hann nú samningsbundinn fram á sumarið 2028. Hann hefur verið í viðræðum að undanförnu og var í dag tilkynnt að samkomulag væri í höfn. Möguleiki er á ársframlengingu til viðbótar við samninginn.

Dalot kom til Man Utd árið 2018 og hefur leikið 107 leiki með liðinu í öllum keppnum, í þeim hefur hann skorað þrjú mörk. Hann er 24 ára hægri bakvörður sem keyptur var frá Porto. Tímabilið 2020-21 var hann á láni hjá AC Milan á Ítalíu.

Eftir erfiða kafla voru einhverjir stuðningsmenn United búnir að afskrifa Portúgalann en hann byrjaði tímabilið sérstaklega vel í ár í fjarveru Aaron Wan-Bissaka og hélt enska bakverðinum frá byrjunarliðinu.

Dalot segir það að spila fyrir United sé „einn mesti heiður sem hægt sé að fá í fótbolta".

„Ég get fullvissað ykkur um að ég mun helga mig því að hjálpa þessum hópi að ná markmiðum okkar og gera stuðningsmenn stolta af liðinu. Það heldur áfram í þessari viku þar sem allir einbeita sér að undirbúningi fyrir úrslitaleik FA bikarsins," sagði Dalot við undirskrift.

Dalot er portúgalskur landsliðsmaður sem er í hópnum sem kemur á Laugardalsvöll í næsta mánuði.
Athugasemdir
banner
banner
banner