Liverpool hafnaði tilboði í Nunez og hefur áhuga á Tzimas - Chelsea hefur sett verðmiða á Nkunku - Rashford vill fara til Barcelona
   mið 31. maí 2023 12:59
Elvar Geir Magnússon
Stefán Ingi markahæstur og Hallgrímur með flestar stoðsendingar
Stefán Ingi Sigurðarson.
Stefán Ingi Sigurðarson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stefán Ingi Sigurðarson, leikmaður Breiðabliks, er markahæsti leikmaður Bestu deildarinnar en hann er kominn með sjö mörk í deildinni. Stefán var á skotskónum með HK í Lengjudeildinni í fyrra þar sem hann lék á láni og hann tók skóna með sér upp í Bestu deildina.

Tryggvi Hrafn Haraldsson skoraði tvö mörk í 3-2 sigri Vals gegn Víkingi í síðustu umferð og er kominn með sex mörk.

Stoðsendingahæstur í deildinni til þessa er Hallgrímur Mar Steingrímsson, hinn frábæri leikmaður KA.

Markahæstir:
7 mörk - Stefán Ingi Sigurðarson (Breiðablik)
6 - Tryggvi Hrafn Haraldsson (Valur)
5 - Örvar Eggertsson (HK)
5 - Gísli Eyjólfsson (Breiðablik)
5 - Nikolaj Hansen (Víkingur)
5 - Guðmundur Magnússon (Fram)
5 - Adam Ægir Pálsson (Valur)

Stoðsendingar:
6 - Hallgrímur Mar Steingrímsson (KA)
5 - Höskuldur Gunnlaugsson (Breiðablik)
5 - Birkir Már Sævarsson (Valur
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner