Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 31. maí 2023 15:52
Innkastið
„Veit ekki alveg hvaða leikrit þetta var hjá Arnari í viðtalinu“
Arnór Borg Guðjohnsen.
Arnór Borg Guðjohnsen.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Á mánudag tapaði Víkingur sínum fyrsta leik í Bestu deildinni á þessu tímabili þegar Valur sigraði á heimavelli hamingjunnar 3-2.

Gunnar Vatnhamar (meiðsli) og Matthías Vilhjálmsson (veikur) voru ekki með Víkingi í leiknum og rætt var um fjarveru þeirra í Innkastinu.

„Víkingarnir reyndu að 'trikka', þeir gáfu út leikmannahópinn fyrir leik og þá voru báðir inni. Svo kom skýrslan og hvorugur þeirra var með. Þeir reyndu að 'trikka' Valsmenn þar en það gekk ekki," sagði Elvar Geir Magnússon í þættinum.

„Munaði heldur betur um minna," sagði Tómas Þór Þórðarson um fjarveru þeirra. „Sérstaklega um Vatnhamarinn, Halli (Halldór Smári) átti reyndar fínan leik. Oliver Ekroth leið aðeins verr þegar Vatnhamar var ekki með."

Þú verður að gera betur þegar þú færð tækifærið
„Menn sem fengu tækifæri þarna í byrjunarliðinu; Helgi Guðjónsson og Arnór Borg Guðjohnsen, ég veit ekki alveg hvaða leikrit þetta var hjá heilögum Arnari Gunnlaugsyni í viðtali eftir leik. Hann nefndi þá alveg sérstaklega, hvað þeir hefðu verið góðir. Við vitum hvernig Arnar notar viðtölin og hvað hann er að segja inni í klefa. En þeir voru svo lélegir að ég hef ekki séð annað eins," sagði Tómas.

„Í hvert einasta sinn sem þeir fengu boltann var eins og heilinn á þeim fraus. Góður maður sagði við mig að þeir hefðu ekki getað tekið rétta ákvörðun, þeir tóku bara ekki ákvörðun yfir höfuð. Þegar þú ert að fá tækifæri í svona liði verður þú að gera betur."

„Helgi er einhver albesti varamaður sem við höfum séð í þessari deild undanfarin ár, algjör 'super-sub'. Hann hefur verið slakur af bekknum og þegar hann startar núna. Arnór Borg átti þetta geggjaða mark gegn KR en var svo lélegur í þessum leik að það var átakanlegt. Það var erfitt fyrir Niko (Nikolaj Hansen) að hafa þá kringum sig. Þeir gerðu eiginlega allt rangt, bjuggu ekki til breidd og komu ekki inn."
Innkastið - Veðravíti og Víkingstap
Athugasemdir
banner
banner
banner