Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 31. júlí 2020 20:30
Ívan Guðjón Baldursson
Rangnick búinn að segja upp starfi sínu - Á leið til Milan?
Mynd: Getty Images
Ralf Rangnick er búinn að segja upp starfi sínu hjá Red Bull eftir átta ár sem yfirmaður íþróttamála og stundum þjálfari hjá RB Leipzig.

AC Milan var orðað sterklega við Þjóðverjann sem er sagður hafa tekið ítölskunámskeið á síðustu leiktíð en þær sögusagnir dóu út þegar ítalska félagið staðfesti samningsframlengingu við Stefano Pioli þjálfara sem gerði góða hluti á tímabilinu.

Rangnick átti að vera ráðinn sem þjálfari og yfirmaður íþróttamála hjá Milan. Ekki er ljóst hvað næsta skref hans verður en ítalskir fjölmiðlar telja líklegt að hann muni taka við stöðu Paolo Maldini hjá Milan og starfa þar samhliða Pioli.

Rangnick er 62 ára gamall og hefur stýrt félögum á borð við Stuttgart, Schalke og Hoffenheim á ferlinum.
Athugasemdir
banner
banner
banner