Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 31. júlí 2020 17:48
Ívan Guðjón Baldursson
Upamecano gerir nýjan samning við Leipzig (Staðfest)
Upamecano hefur spilað 111 leiki á þremur og hálfu ári hjá Leipzig.
Upamecano hefur spilað 111 leiki á þremur og hálfu ári hjá Leipzig.
Mynd: Getty Images
Franski miðvörðurinn Dayot Upamecano er búinn að skrifa undir nýjan samning við RB Leipzig og er samningsbundinn félaginu næstu þrjú árin, eða til 2023.

Upamecano er aðeins 21 árs gamall og hefur verið eftirsóttur af stórliðum víða um Evrópu undanfarna mánuði.

Arsenal hefur verið sterklega orðað við hann en nú hefur leikmaðurinn sjálfur bundið enda á sögusagnir með undirskriftinni.

Í nýjum samning Upamecano er ákvæði sem segir hann falann fyrir 50 milljónir evra næsta sumar. Það gæti verið tækifæri fyrir Arsenal og önnur félög að tryggja sér þennan öfluga varnarmann.

Upamecano á 45 leiki að baki fyrir yngri landslið Frakklands og hefur verið lykilmaður í U21 liðinu.
Athugasemdir
banner
banner