Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 31. júlí 2022 07:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Wiegman: Erum ekki hræddar við neinn
Mynd: EPA

Enska kvennalandsliðið mætir því þýska í úrslitaleik EM á Wembley í dag.


England hefur aldrei unnið EM en Þýskaland er skrefi nær því að vinna sitt níunda Evrópumót.

Sarina Wiegman stjóri enska landsliðsins stýrði hollenska landsliðinu til sigurs á síðasta EM sem fram fór í Hollandi árið 2017. Hún er mjög bjartsýn fyrir leikinn.

„Við komumst í úrslitaleikinn svo við erum eitt af bestu liðunum á mótinu. Við erum líka með gott lið og erum ekki hræddar við neinn," sagði Sarina.

Leikurinn hefst kl 16 og er í beinni útsendingu á Rúv.


Athugasemdir
banner
banner
banner