Haaland verður með riftunarákvæði - Real Madrid ætlar að fá Saliba - Antony til Newcastle?
   mið 31. júlí 2024 14:40
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Viðtal
Ómar um markmannsleitina: Íslenskir markmenn ættu að fá sér betri umboðsmenn
Christoffer samdi við HK.
Christoffer samdi við HK.
Mynd: Kolding
Arnar Freyr varð fyrir því óláni að slíta hásin.
Arnar Freyr varð fyrir því óláni að slíta hásin.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sandor Matus er markmannsþjálfari HK.
Sandor Matus er markmannsþjálfari HK.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
HK tilkynnti í gær um komu Christoffer Petersen til félagsins. Danski markmaðurinn skrifaði undir samning sem gildir út tímabilið. Það varð ljóst þegar aðalmarkmaðurinn Arnar Freyr Ólafsson sleit hásin fyrir rúmri viku síðan að HK myndi fá inn markmann í hópinn.

Petersen er 26 ára gamall og spilaði seinast með Kolding í B-deildinni í Danmörku. Þar var hann liðsfélagi Davíðs Ingvarssonar og Ara Leifssonar. Fótbolti.net ræddi við Ómar Inga Guðmundsson, þjálfara HK, í dag.

„Við höfðum samband við þá umboðsmenn sem við höfum verið í sambandi við. Það voru allir meðvitaðir um stöðuna og því var mikið sent á okkur. Ég hef aldrei fengið annað eins af ábendingum frá umboðsmönnum og fólki úti um allt. Við skoðuðum ferla leikmanna, hvar þeir höfðu spilað og annað; bjuggum til lista. Svo var farið á Wyscout og haft samband við aðila sem þekktu til. Þá var kominn listi yfir markmenn sem okkur leist vel á," segir Ómar.

Næsta skref var að kanna hverjar launakröfur hvers og eins voru. „Við þurftum að kanna hvort það væri gerlegt að fá þessa leikmenn. Christoffer er, af því sem var á einhverjum tímapunkti gerlegt út frá launum og öðru, stærsti prófíllinn sem var þess virði að skoða. Hann er að koma eftir tvö flott tímabil."

Sandor Matus, markvarðaþjálfari HK, kom einnig að leitinni.

„Ég var í samskiptum við umboðsmenn og aðra þangað til að við setjum upp lista. Þá er hann með mér í því að horfa á klippur. Hann hefur mjög mikið að segja í þessu."

„Það er ótrúlegt magnið af markmönnum sem geta ekki rassgat sem ég hef horft á. Í alvörunni, íslenskir markmenn ættu að fá sér betri umboðsmenn af því að magnið af markmönnum sem eiga leiki í næstefstu deild og úrvalsdeild í Finnlandi - við vorum aðallega að skoða Skandinavíumarkaðinn - það er ótrúlegt hvað það er mikið af gæðaleysi í mörgum liðum þarna."


Ómar ræddi bæði við Ara og Davíð sem voru með Christoffer í Kolding. „Ég vildi fá að vita meira um karakterinn og heyra hvernig þeir meta hann."

„Í leitinni var líka spurning um í hvernig standi menn eru, hversu tilbúnir eru þeir í að fara spila. Deildin okkar hittir ekkert alltaf rosalega þægilega á leikmenn sem eru að renna út á samningi og annað."

„Hann hélt bara áfram að æfa með Kolding þó að hann vissi að hann yrði ekki áfram, alveg þangað til fyrir helgi. Það var vitað í einhvern tíma að hann væri að fara annað, en hann fékk að æfa áfram með þeim og því ekki að koma úr löngu fríi eða svoleiðis."


Ómar vill styrkja hópinn frekar í glugganum en horfir ekki í einhverja sérstaka stöðu í leit að liðsstyrk.

„Ég er ekki að skoða ákveðnar stöður, meira að skoða markaðinn og gá hvort það sé einhver leikmaður sem gæti komið og styrkt liðið okkar. Ef það kemur upp einhver hæfileikaríkur leikmaður sem getur styrkt okkur þá skoðum við það."

„Ef þú opnar á samtal við umboðsmann þá er hann fljótur að byrja senda þér einhverja fleiri gauka. Um leið og þú ert búinn að svara honum einu sinni þá lætur hann það ekkert duga. Þegar við ákváðum að taka ekki þeirra markmann þá byrja þeir auðvitað að spyrja hvort við séum að leita að leikmönnum í aðrar stöður. Ég á alveg von á því að sömu menn og ég var í samskiptum við varðandi markmannsleitina muni hafa samband og reyna sannfæra einhverja aðra leikmenn á þeirra snærum,"
sagði Ómar.
Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Breiðablik 21 14 4 3 48 - 25 +23 46
2.    Víkingur R. 20 13 4 3 47 - 23 +24 43
3.    Valur 21 10 5 6 49 - 32 +17 35
4.    FH 21 9 5 7 36 - 35 +1 32
5.    ÍA 21 9 4 8 40 - 31 +9 31
6.    Stjarnan 21 9 4 8 39 - 35 +4 31
7.    KA 21 7 6 8 32 - 37 -5 27
8.    Fram 21 7 5 9 28 - 29 -1 26
9.    KR 20 5 6 9 34 - 39 -5 21
10.    HK 21 6 2 13 23 - 51 -28 20
11.    Vestri 21 4 6 11 22 - 42 -20 18
12.    Fylkir 21 4 5 12 26 - 45 -19 17
Athugasemdir
banner
banner
banner