Garnacho vill ekki til Arabíu - Bayern gæti reynt við Trossard - Ferguson hefur gert munnlegt samkomulag við Roma
   þri 31. ágúst 2021 18:37
Victor Pálsson
Andre Gray til QPR (Staðfest)
Framherjinn Andre Gray hefur skrifað undir samning við Queens Park Rangers í næst efstu deild.

QPR staðfesti þessar fregnir nú rétt í þessu en Gray hefur undanfarin fjögur ár leikið með Watford.

Gray tókst ekki að skora mikið á Vicarage Road og gerði aðeins 19 mörk í 113 deildarleikjum.

Jamaíkamaðurinn hefur ekkert komið við sögu á tímabilinu en lék 30 leiki í fyrra er liðið komst upp um deild.

Gray er þrítugur að aldri en hann þekkir vel að spila í næst efstu deild.
Athugasemdir