Mörg stór félög hafa áhuga á Mainoo - Toney og Rodrygo á óskalista Tottenham - Martínez ekki lengur varafyrirliði Villa
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
banner
   þri 31. ágúst 2021 21:01
Anton Freyr Jónsson
Davíð Smári: Fyrir mér aldrei spurning
Lengjudeildin
Davíð Smári, þjálfari Kórdrengja.
Davíð Smári, þjálfari Kórdrengja.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér fannst við byrja þennan leik af krafti og byrjum virkilega vel. Við vissum að við þyrftum að byrja þennan af krafti og enga værukærð og gerðum það. Við þurfum aðeins að hlaða batterýin núna og gefa í fyrir næsta leik"

Upplegg Kórdrengja fyrir leikinn var að keyra á Víkinga strax fyrstu 15.mínútur leiksins og má segja að það uppleg hafi gengið eftir.

„Það var algjörlega málið. Við ætluðum að byrja af miklum krafti og reyna ná marki á þá snemma og halda þeim í þeirri trú að þeir ættu enga von."

Eftir kröftuga byrjun Kódrengja datt tempóið aðeins niður en Kórdrengir náðu að halda markinu hreinu og náðu inn þriðja markinu sem drap leikinn.

„Við vorum orðnir „sloppý" aðeins þarna og einhverneigin að bíða eftir þriðja markinu og héldum að það kæmi af sjálfu sér og það er aldrei gott þegar það er þannig en sem betur fer kom það á endanum og fyrir mér var þetta aldrei spurning."

Alex Freyr Hilmarsson var ónotaður varamaður í kvöld og var Davíð Smári spurður um stöðu hans.

„Staðan á honum er upp á tíu og við erum bara að reyna dreyfa álagi og það gékk vel í kvöld."

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner