Chelsea í bílstjórasætinu um Rogers - Forest leitar að stjóra - Þriggja manna listi Real Madrid
Siggi Hall: Ég er búinn að æfa heima
Túfa um Sigga Lár: Það er ekki í neinum klúbbi ég eða þú
Haddi: Virkilega góður dagur fyrir KA
Kjartan Henry um þjálfarastöðu FH: Mér skilst að það sé búið að ráða í þá stöðu
Siggi Lár ósáttur við viðskilnaðinn: Ég er búinn að reyna að tala við stjórn Vals í allt sumar
Hallgrímur Mar: Var búinn að hugsa um þetta fyrr í leiknum
„Vorum á botninum og höfðum engu að tapa“
Hrannar Snær: Verðum að vona það besta
Segir markmann ÍBV hafa eiginlega kýlt sig og Láka saka sig um dýfur
„Bara eins og maður hafi verið stunginn"
Lárus Orri: Hélt ég myndi ekki standa skælbrosandi á KA vellinum eftir að hafa tapað 5-1
Eiður Aron að flytja suður - „Væri frábært að skilja við liðið í efstu deild og í Evrópukeppni"
Láki fékk rautt - „Finnst allt í lagi að manni sé sýnd virðing“
Jón Þór: Þá skiptir það ekki fokking máli
Óskar lætur stöðutöfluna ekki skilgreina líf sitt - „Sef vel á nóttunni og vakna glaður“
Óskar Borgþórs hótaði að rífa sig úr að ofan - „Það var bara til að æsa aðeins"
Evrópusætið ekki lengur í höndum Breiðabliks - „Ömurleg tilfinning"
Sölvi Geir virkilega ánægður: Hefur reynst okkur erfiður útivöllur í gegnum tíðina
Samantha: Vildum sýna að við eigum titilinn skilið
Guðni: Hún mun nýtast land og þjóð vel í komandi framtíð
banner
   þri 31. ágúst 2021 21:01
Anton Freyr Jónsson
Davíð Smári: Fyrir mér aldrei spurning
Lengjudeildin
Davíð Smári, þjálfari Kórdrengja.
Davíð Smári, þjálfari Kórdrengja.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér fannst við byrja þennan leik af krafti og byrjum virkilega vel. Við vissum að við þyrftum að byrja þennan af krafti og enga værukærð og gerðum það. Við þurfum aðeins að hlaða batterýin núna og gefa í fyrir næsta leik"

Upplegg Kórdrengja fyrir leikinn var að keyra á Víkinga strax fyrstu 15.mínútur leiksins og má segja að það uppleg hafi gengið eftir.

„Það var algjörlega málið. Við ætluðum að byrja af miklum krafti og reyna ná marki á þá snemma og halda þeim í þeirri trú að þeir ættu enga von."

Eftir kröftuga byrjun Kódrengja datt tempóið aðeins niður en Kórdrengir náðu að halda markinu hreinu og náðu inn þriðja markinu sem drap leikinn.

„Við vorum orðnir „sloppý" aðeins þarna og einhverneigin að bíða eftir þriðja markinu og héldum að það kæmi af sjálfu sér og það er aldrei gott þegar það er þannig en sem betur fer kom það á endanum og fyrir mér var þetta aldrei spurning."

Alex Freyr Hilmarsson var ónotaður varamaður í kvöld og var Davíð Smári spurður um stöðu hans.

„Staðan á honum er upp á tíu og við erum bara að reyna dreyfa álagi og það gékk vel í kvöld."

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir