Hvert fer Salah? - Wharton vill Meistaradeild - Ederson til Liverpool eða Barca - Arsenal og Real berjast um Yildiz
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
   þri 31. ágúst 2021 21:01
Anton Freyr Jónsson
Davíð Smári: Fyrir mér aldrei spurning
Lengjudeildin
Davíð Smári, þjálfari Kórdrengja.
Davíð Smári, þjálfari Kórdrengja.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér fannst við byrja þennan leik af krafti og byrjum virkilega vel. Við vissum að við þyrftum að byrja þennan af krafti og enga værukærð og gerðum það. Við þurfum aðeins að hlaða batterýin núna og gefa í fyrir næsta leik"

Upplegg Kórdrengja fyrir leikinn var að keyra á Víkinga strax fyrstu 15.mínútur leiksins og má segja að það uppleg hafi gengið eftir.

„Það var algjörlega málið. Við ætluðum að byrja af miklum krafti og reyna ná marki á þá snemma og halda þeim í þeirri trú að þeir ættu enga von."

Eftir kröftuga byrjun Kódrengja datt tempóið aðeins niður en Kórdrengir náðu að halda markinu hreinu og náðu inn þriðja markinu sem drap leikinn.

„Við vorum orðnir „sloppý" aðeins þarna og einhverneigin að bíða eftir þriðja markinu og héldum að það kæmi af sjálfu sér og það er aldrei gott þegar það er þannig en sem betur fer kom það á endanum og fyrir mér var þetta aldrei spurning."

Alex Freyr Hilmarsson var ónotaður varamaður í kvöld og var Davíð Smári spurður um stöðu hans.

„Staðan á honum er upp á tíu og við erum bara að reyna dreyfa álagi og það gékk vel í kvöld."

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner