Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
banner
   þri 31. ágúst 2021 18:08
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Real Madrid bauð 220 milljónir evra en símanum ekki svarað
Kylian Mbappe.
Kylian Mbappe.
Mynd: Getty Images
Real Madrid hefur verið að reyna að kaupa framherjann Kylian Mbappe frá Paris Saint-Germain síðustu daga.

Í dag er gluggadagur og það er ljóst að Mbappe fer ekki til Madrídar áður en glugginn lokar; hann verður áfram í höfuðborg Frakklands.

Það var mikill hugur í Madrídingum að fá Mbappe til félagsins og hljóðaði síðasta tilboð félagsins upp 220 milljónir evra. Til samanburðar, þá er Neymar dýrasti fótboltamaður sögunnar; hann kostaði 222 milljónir evra fyrir PSG 2017.

Vefmiðillinn Goal segist hafa heimildir fyrir því að Real Madrid hafi boðið PSG þessa upphæð fyrir Mbappe, og það gerir Sky Sports líka.

PSG er hins vegar ekki að svara símanum og allt bendir til að Mbappe verði áfram í París.

Hann verður samningslaus næsta sumar og góðar líkur á því að hann fari þá frítt til Real Madrid. Það er draumur hans að spila þar.
Athugasemdir
banner
banner