Tottenham og Newcastle hafa áhuga á Grealish - Newcastle bjartsýnt á að fá Guehi - Elanga í læknisskoðun
   þri 31. ágúst 2021 15:32
Brynjar Ingi Erluson
Santiago Munoz til Newcastle (Staðfest)
Santiago Munoz er mættur á St. James' Park. Þetta er upphafið á draumnum.
Santiago Munoz er mættur á St. James' Park. Þetta er upphafið á draumnum.
Mynd: EPA
Enska úrvalsdeildarfélagið Newcastle United er búið að ganga frá átján mánaða lánssamningi við mexíkóska framherjann Santiago Munoz frá Santos Laguna.

Munoz er 19 ára gamall framherji sem ólst upp í Bandaríkjunum áður en flutti til Mexíkó.

Hann skoraði þrjú mörk og lagði upp önnur þrjú í þrettán leikjum með Laguna á síðustu leiktíð.

Newcastle er búið að ganga frá 18 mánaða lánssamningi við Santos Laguna um að fá Munoz en enska félagið fær forkaupsrétt á honum.

Þetta nafn hljómar mjög kunnugt fyrir marga áhugamenn um knattspyrnumyndirnar Goal. Þær voru þrjár talsins en í fyrstu myndinni lætur Santiago Munez drauminn rætast og semur einmitt við Newcastle United.


Athugasemdir