Antony, Casemiro, Eriksen og Lindelöf ekki í myndinni hjá Amorim - Hindranir fyrir Man Utd - Real Madrid hefur áhuga á Porro
banner
   fim 31. október 2024 14:20
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Jóhann Birnir heldur áfram með ÍR (Staðfest)
Lengjudeildin
Jóhann Birnir Guðmundsson.
Jóhann Birnir Guðmundsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eins og Fótbolti.net sagði frá fyrir stuttu, þá verður Jóhann Birnir Guðmundsson áfram þjálfari ÍR.

ÍR hefur núna staðfest þau tíðindi en hann mun stýra liðinu næstu tvö árin.

„Jói kom fyrst til félagsins fyrir tveimur árum þar sem hann var ráðinn sem annar af tveimur aðalþjálfurum liðsins. Liðið hefur náð góðum árangri eftir komu Jóa til félagsins en við ætlum bara að gefa enn meira í á næsta ári og halda áfram að gera enn betur," segir í tilkynningu ÍR.

Jóhann Birnir hefur verið þjálfari ÍR síðustu árin ásamt Árna Frey Guðnasyni.

Árni Freyr tók nýverið við Fylki og voru sögur um að Jóhann Birnir myndi fara með honum þangað, en hann verður áfram þjálfari ÍR. Nú er í gangi leit að aðstoðarþjálfara með honum.

Athygli vakti að nokkrir stuðningsmenn ÍR létu óánægju sína bersýnilega í ljós þegar Árni tók við Fylki. Það má búast við því að það verði hiti á áhorfendasvæðinu þegar liðin mætast í Lengjudeildinni næsta sumar en Fylkir endaði í neðsta sæti Bestu deildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner