Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 16. ágúst 2018 16:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Svava Rós spáir í 14. umferð Pepsi-kvenna
Svava Rós í landsleik.
Svava Rós í landsleik.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Svava spáir því að Telma skori tvö fyrir Stjörnuna.
Svava spáir því að Telma skori tvö fyrir Stjörnuna.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Völsungs í 2. deild karla, var með tvo rétta þegar hann spáði í síðustu umferð Pepsi-deildar kvenna.

Svava Rós Guðmundsdóttir, sem hefur verið að gera flotta hluti með Roa í Noregi, ætlar að reyna að gera betur þegar hún spáir í 14. umferð deildarinnar.

Selfoss 2 - 0 Grindavík (klukkan 18:00 í kvöld)
Fyrir mér er þetta mest spennandi leikurinn. Grindavík þarf nauðsynlega að næla sér í stig til að halda í við KR og til að eiga möguleika á að halda sér uppi. En ég held að gæðin í Selfoss liðinu sigli sigrinum heim.

Þór/KA 4 - 0 FH (klukkan 17:00 á morgun)
Því miður hefur gengi FH verið dapurt í sumar og þær verið mjög óheppnar. Þór/KA þarf á sigrinum að halda svo þær missi ekki Blikana of langt frá sér svo ég held að Þór/KA taki öruggan 4-0 sigur.

Valur 2 - 1 ÍBV (klukkan 17:00 á morgun)
Þetta sumar hefur ekki farið af stað eins og eyjakonur vonuðust eftir en þær búa alltaf yfir getunni til að stríða toppliðinum eins og þær gerðu gegn Blikum í seinustu umferð. Það verður stórt skarð að fylla hjá ÍBV með brottför Sísí. Svo ég spái því að Elín Metta setji tvö og Valur vinnur þetta 2-1.

Breiðablik 3 - 1 KR (klukkan 18:00 á þriðjudag)
Ef Breiðablik ætlar sér að halda toppsætinu verða þær einfaldlega að vinna. KR hefur verið á mikilli siglingu í síðustu leikjum og Blikar misst nokkra lykilmenn í háskóla. Það er búið að sýna sig undanfarin ár að Steini getur nánast stillt upp hvaða samsetningu af leikmönnum sem er og þær delivera!!

Stjarnan 2 - 1 HK/Víkingur (klukkan 18:00 á þriðjudag)
Leikur HK/Víkings hefur komið skemmtilega á óvart í sumar og þær hafa sýnt að þær eigi vel heima í deild þeirra bestu. Reynslan í Stjörnuliðinu gerir þó gæfumuninn í þessum leik. Telma Hjaltalín verður í stuði og skorar tvö.

Sjá einnig:
Markaðurinn lokar klukkan 17 - Er þitt lið klárt?

Fyrri spámenn:
Helena Ólafsdóttir (4 réttir)
Glódís Perla Viggósdóttir (3 réttir)
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir (2 réttir)
Jóhann Kristinn Gunnarsson (2 réttir)
Ingibjörg Sigurðardóttir (2 réttir)
Oliver Sigurjónsson (2 réttir)
Guðbjörg Gunnarsdóttir (1 réttur)
Athugasemdir
banner