,,Sumarið 2008 verður lengi í minnum okkar Fjölnismanna haft. Fyrsta skipti í annars stuttri sögu Fjölnis var liðið í baráttu þeirra bestu og þegar að upp var staðið var ekki annað að sjá en að sá við höfum átt sæti okkar fyllilega skilið."
,,Þessir mögnuðu stuðningsmenn fóru algjörlega á kostum og var mjög ósanngjarnt að líta framhjá þeim í vali á stuðningsmönnum umferðanna. Lengi getur gott batnað og Káramenn eiga bara eftir að verða betri á komandi árum."
,,Þegar að öllu er á botninn hvolft er árangur Fjölnis magnaður. Við vorum eina liðið sem notuðum ekki útlendinga og 90% leikmanna voru að stíga sín fyrstu skref í efstu deild. Margar Fjölnispúpur fengu einnig að spreyta sig í sumar og framtíðin er þeirra. Þjálfarar stjórn og aðrir sem að þessu liði eru komnir geta borið höfuðið hátt því Fjölnir er orðið alvöru lið sem menn taka nú mark á."
Undanfarna daga hafa leikmenn liða í Landsbankadeildinni verið gera upp sumarið með því að koma með pistil hér á Fótbolta.net. Í dag kemur Eysteinn Húni Hauksson leikmaður Grinadvíkur með pistil um sumarið en hann fer vægast sagt vel ofan í saumana hjá sínu liði.
Sumarið 2008 verður lengi í minnum okkar Fjölnismanna haft. Fyrsta skipti í annars stuttri sögu Fjölnis var liðið í baráttu þeirra bestu og þegar að upp var staðið var ekki annað að sjá en að sá við höfum átt sæti okkar fyllilega skilið. Liðið fékk ágætis liðstyrk úr ýmsum áttum en það var alveg magnað að sjá hvað Ásmundur og Kristófer Skúli völdu menn sem smellpössuðu í hópinn, sumir kannski ofvel að margra mati.
Þegar að gengið var til leiks á móti Reykjavíkur Þrótturum höfðum við náttúrlega sett okkar markmið sem var það að halda sæti okkar í deildinni. Leikur þessi gaf virkilega góð fyrirheit fyrir sumarið og unnum við mjög sannfærandi 0-3 sigur sem hefði getað verið mun stærri ef ekki hefði verið fyrir stórleik Bjarka í marki þeirra, sem var valinn maður leiksins af Kötturum. Við fylgdum eftir með mögnuðum heimasigri á KR þar sem tæplega 3000 manns komu og tróðu sér í þessi 500 sæti sem í boði voru. Þriðji leikur okkar var svo leikur sem undirritaður hafði beðið eftir með mikilli óþreyju en þá heimsóttum við mekka fótboltans á Íslandi í Grindavík og unnum þar nauman sigur 0-1.
Þetta start á mótinu gaf virkilega góð fyrirheit og fyrri umferðin var draumi líkust þar sem Fjölnismenn léku við hvern sinn fingur og vorum við í bullandi toppbaráttu eftir 11 leiki. Mikil athygli var á þessu unga liði og fyrir ungt lið sem var að stíga sín fyrstu skref á meðal þeirra bestu má eiginlega segja að þessi góða og mikla athygli hafi hreinlega stigið mönnum svolítið til höfuðs því að í seinni umferð mætti allt annað lið til leiks.
Við byrjum á dramatísku tapi 3-4 á móti Reykjavíkur Þrótturum þar sem við vorum einum fleiri og marki yfir þegar að um 5mín voru eftir en okkur tókst að tapa. Í allri fyrri umferðinni fengum við aðeins 10 mörk á okkur en í þessum eina leik 4 sem var töluvert áfall. Í kjölfarið fylgdi 6 leikja taphrina þar sem við spiluðum má segja heimaleikina ágætlega og vorum óheppnir í sumum þeirra en útileikirnir á móti KR, Breiðablik og Fram voru þeir lang slökustu sem Fjölnisliðið bauð uppá í sumar. Við töpuðum niður þriggja marka forskoti á móti FH þar sem við yfirspiluðum þá í 65 mín. Í síðustu þremur leikjum okkar í Íslandsmótinu unnum við Fylki HK og ÍA með markatölunni 9-1. Við enduðum í 6.sæti með 31 stig sem eins og áður sagði verður að teljast vel viðunandi fyrir nýliða.
Bikarinn gerði mjög gott sumar að frábæru sumri. Fjölnir náði í bikarúrslit annað árið í röð og tapaði annað árið í röð. Eftir að hafa komist í úrslit á mjög svo dramatískan hátt töpuðum við fyrir KR í úrslitum á sjálfsmarki á lokamínútu venjulegs leiktíma. Dagurinn sem leikurinn var spilaður var sem slíkur alveg magnaður, fyrir utan úrslit að sjálfsögðu. Vallarmenn og starfsfólk KSÍ unnu kraftaverk í því að gera völlinn leikhæfan og eiga hrós skilið fyrir það.
Káramenn komu eins og stormsveipur inn í þetta sumar og settu mikinn svip á leiki Fjölnis. Þessir mögnuðu stuðningsmenn fóru algjörlega á kostum og var mjög ósanngjarnt að líta framhjá þeim í vali á stuðningsmönnum umferðanna. Lengi getur gott batnað og Káramenn eiga bara eftir að verða betri á komandi árum.
Þegar að öllu er á botninn hvolft er árangur Fjölnis magnaður. Við vorum eina liðið sem notuðum ekki útlendinga og 90% leikmanna voru að stíga sín fyrstu skref í efstu deild. Margar Fjölnispúpur fengu einnig að spreyta sig í sumar og framtíðin er þeirra. Þjálfarar stjórn og aðrir sem að þessu liði eru komnir geta borið höfuðið hátt því Fjölnir er orðið alvöru lið sem menn taka nú mark á.
Ég vil að lokum óska vinningshöfum sumarsins til hamingju og þá sem féllu óska ég góðs gengi í fyrstu deildinni með von um að sjá þá upp sem allra fyrst.
Áfram Fjölnir
Sjá einnig:
Eysteinn Húni Hauksson (Grindavík)
Marel Baldvinsson (Breiðablik)
Valur Fannar Gíslason (Fylkir)
Bjarki Freyr Guðmundsson (Þróttur R.)
Gunnleifur Gunnleifsson (HK)
Helgi Pétur Magnússon (ÍA)
Athugasemdir