fös 29. október 2010 08:52
Hafliði Breiðfjörð
Heimild: Sky 
Maradona tilbúinn að taka við liði í ensku deildinni
Diego Maradona.
Diego Maradona.
Mynd: Getty Images
Goðsögnin Diego Maradona sagði við Sky Sport News í morgun að hann væri tilbúinn að taka við liði í ensku úrvalsdeildinni ef honum yrði boið það.

Maradona leitar nú að nýju starfi eftir að hafa hætt þjálfun argentíska landsliðsins í sumar. Hann stýrði liði sínu í fjórðungsúrslit Heimsmeistaramótsins í sumar þar sem þeir töpuðu fyrir Þjóðverjum. Hann er nú tilbúinn að fara aftur í knattspyrnustjórn.

,,Já, ég myndi vilja stýra í úrvalsdeildinni," sagði Maradona. ,,Það eru mjög góð lið þar og mikil gæði og frábærir leikmenn."

,,Eina vandamálið er að öll liðin sem mér líkar við á Englandi eru með góða þjálfara. Ef mikilvægt starf losnar þá mun ég taka því."


Maradona hefur verið orðaður við fjölda þjálfarastarfa undanfarna mánuði, þar á meðal hjá Aston Villa en segir að hann muni ekki taka hverju sem er.

,,Ég vil að það sé á hreinu að ég hef ekki boðið mig fram í neitt starf, og það hefur enginn boðið mér neitt. En ég veit að ég mun fara aftur í landsliðið einn daginn, það eru örlög mín, ég er að bíða."
banner
banner
banner