Útvarpsþátturinn Fótbolti.net sem var á X-inu 977 milli 12:00 og 14:00 í gær er nú kominn á netið þar sem hægt er að hlaða niður mp3 skrá af honum.
Þetta var síðasti þáttur ársins og af því tilefni var jólastemning þar sem nokkrir hlustendur unnu góðan glaðning. Andrew Jennings var í löngu og ítarlegu viðtali. Jennings var aðalmaðurinn í Panorama þætti BBC sem birtist í sömu viku og kosið var um hvar HM yrði haldið í næstu tvö skiptin. Fram kom í þættinum að gríðarleg spilling er innan FIFA en Jennings hefur reynt að koma Sepp Blatter á kné í mörg ár.
Kristinn Jakobsson dómari var líka í viðtali og þá fór Guðmundur Benediktsson yfir gang mála í enska boltanum.

Nú er hægt að hlaða niður MP3 skrá af þætti laugardagsins hér á Fótbolta.net.
Andrew Jennings (Rannsóknarblaðamaður)
Guðmundur Benediktsson (Sérfræðingur)
Kristinn Jakobsson (Dómari)
Smelltu hér til að sækja MP3 skrá af þættinum.