,,Ég er mjög ánægður með strákana, þeir börðust eins og hetjur og í ljósi þess að við vorum að spila hörkuleik við Tindastól/Hvöt á föstudaginn þá var þetta mjög sterkt hjá okkur að koma ti baka í seinni hálfleiknum og gefa þeim góðan leik," sagði Jón Aðalsteinn Kristjánsson þjálari 2. deildarliðs Hamars eftir 3-2 tap gegn 1. deildarliði Fjölnis í Valitor bikarnum í kvöld.
,,Við vorum ekki góðir í fyrri hálfleik, það er að segja við fengum engin færi en við börðumst rosalega vel, vorum grimmir og hjálpuðumst að. Við gerðum bara smá taktískar breytingar í leikhléinu og mér fannst Fjölnisliðið aldrei ráða við það."
,,Við sköpuðum okkur ekki mikið af færum síðustu 5 eða 10 enda var þrekið orðið lítið því miður. En Raggi klúðraði þarna deadara og ég væri alveg til í að sjá endursýningu allavega með eina vítaspyrnu sem við hefðum getað fengið."
,,Þeir fengu mjög soft vítaspyrnu, ég hef sjaldað séð mann dýfa sér svona og fá víti. En svona er þetta, auðvitað segir maður aldrei nei þegar maður fær svonaa víti sjálfur, en þetta er bara hluti af leiknum. Hann var klókur og fiskaði vítið. Ég held að þetta hafi ekki verið víti."
Nánar er rætt við Jón Aðalstein í sjónvarpinu hér að ofan.