Liverpool gæti nýtt sér ákvæði í samningi Semenyo- Ungur miðjumaður á blaði hjá Liverpool og Man Utd - West Ham vill Strand Larsen
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
banner
   mið 20. júlí 2011 21:50
Alexander Freyr Tamimi
Óli Kristjáns: Ofsa margir tilbúnir að rífa niður og vera neikvæðir
Ólafur Kristjánsson þjálfari Breiðabliks var að vonum stoltur eftir 2-0 sigur sinna manna gegn norska stórliðinu Rosenborg í undankeppni Meistaradeildarinnar. Blikar töpuðu fyrri leiknum í Þrándheimi 5-0 en sýndu mikinn vilja og karakter í kvöld.

„Ég er alltaf stoltur af liðinu og það er ánægjulegt að við héldum hreinu og skoruðum tvö mörk. Við vorum ekki sáttir með úrslitin í Noregi og töldum okkur geta gert betur þar. En það sem skiptir mig mestu máli er að ég sá lið úti á vellinum, ég sá Blika sem vildu vinna saman og gefa sig í verkefnið,“ sagði Ólafur við Fótbolta.net eftir þennan frækna sigur.

Það hefðu kannski ekki margir spáð því að Blikar myndu vinna svona flottan sigur eftir að hafa tapað 5-0 úti í Noregi, og segir Ólafur að það séu allt of margir neikvæðir í garð liðsins.

„Það eru alveg ofsalega margir sem eru tilbúnir að rífa niður og vera neikvæðir, en það fólk hjálpar okkur ekki neitt. Strákarnir eru búnir að vinna vel og við erum búnir að taka okkur í gegn fyrir þennan leik sem og marga aðra. Þetta er bara þrautsegja og það þarf að halda áfram og hlusta ekki á bölsýnisrausið,“ bætti Ólafur við.

Aðspurður hvort að góð frammistaða í þessum leik geri stórtapið úti enn meira svekkjandi, segist Ólafur ekki vilja hugsa svoleiðis.

„Leikurinn úti er liðinn. Við gerðum mistök þar og verðum bara að læra af því. Það sem skiptir máli núna er leikurinn í kvöld og að við skyldum hafa unnið hann. Svo þegar ég er búinn að sjúga karamelluna aðeins í kvöld skiptir mig svo máli leikurinn á sunnudaginn,“ sagði Ólafur.

„Það er helvítis kjaftæði að íslensk lið séu bara í Evrópukeppninni til að fá hlé á deildinni, og auðvitað vildum við hafa gert betur. En ég tel að það sé hægt að gera ýmislegt í þessari keppni. Kannski segja margir að úrslitin hafi verið þessi í kvöld af því að Rosenborg hafi verið með örugga forystu eftir fyrri leikinn. Það skiptir mig engu máli, það sem ég sá var heilsteypt Breiðablikslið sem vildi sækja úrslit í kvöld.“

Viðtalið við Ólaf má sjá í heild sinni hér að ofan.
banner