Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
Vill breyta fyrirkomulaginu - „Höfum þetta eins og Bestu deildina“
Dragan brjálaður: Fokking pirrandi
„Við þurfum að hækka rána í frammistöðunni okkar“
Gunnar: Súrt að tapa á svona skítamarki
Chris Brazell: Ég er alls ekki aðal maðurinn á bakvið þennan sigur
Magnús Már: Það hellirignir
Haraldur Freyr: Við sigldum þessu heim
Elvis: Skotland öðruvísi en Vestmannaeyjar
Þjálfari St. Mirren: Fyrsti leikurinn á tímabilinu
Gummi Kristjáns: Við viljum bara meira
Haraldur Árni: Ég veit ekkert hvað hann er að gera hérna í dag
„Mér var bara orðið illt í maganum þegar þeir voru að taka þessar aukaspyrnur í kringum teiginn“
Árni: Gott fyrir klúbbinn að taka Breiðholtsslaginn
Jökull Elísabetar: Glórulaust en þýðir ekkert að væla yfir því
Dóri Árna: Það er eitt að sjá þá á videoum og annað að máta sig gegn þeim
Gunnar Heiðar í banni í Þjóðhátíðarleiknum: Fyrsta rauða spjaldið mitt á ævinni
Óli Hrannar: Við þurfum að spýta í lófana til þess að geta farið að sækja sigra aftur
Venni: Held það sé hræðilegt að tippa á þessa deild
Höskuldur: Ætlum okkur að kasta öllu fram til þess að fara áfram
Arnar Gunnlaugs: Verður bara að reyna að krafla þig úr þessari holu
   mið 20. júlí 2011 21:50
Alexander Freyr Tamimi
Óli Kristjáns: Ofsa margir tilbúnir að rífa niður og vera neikvæðir
Ólafur Kristjánsson þjálfari Breiðabliks var að vonum stoltur eftir 2-0 sigur sinna manna gegn norska stórliðinu Rosenborg í undankeppni Meistaradeildarinnar. Blikar töpuðu fyrri leiknum í Þrándheimi 5-0 en sýndu mikinn vilja og karakter í kvöld.

„Ég er alltaf stoltur af liðinu og það er ánægjulegt að við héldum hreinu og skoruðum tvö mörk. Við vorum ekki sáttir með úrslitin í Noregi og töldum okkur geta gert betur þar. En það sem skiptir mig mestu máli er að ég sá lið úti á vellinum, ég sá Blika sem vildu vinna saman og gefa sig í verkefnið,“ sagði Ólafur við Fótbolta.net eftir þennan frækna sigur.

Það hefðu kannski ekki margir spáð því að Blikar myndu vinna svona flottan sigur eftir að hafa tapað 5-0 úti í Noregi, og segir Ólafur að það séu allt of margir neikvæðir í garð liðsins.

„Það eru alveg ofsalega margir sem eru tilbúnir að rífa niður og vera neikvæðir, en það fólk hjálpar okkur ekki neitt. Strákarnir eru búnir að vinna vel og við erum búnir að taka okkur í gegn fyrir þennan leik sem og marga aðra. Þetta er bara þrautsegja og það þarf að halda áfram og hlusta ekki á bölsýnisrausið,“ bætti Ólafur við.

Aðspurður hvort að góð frammistaða í þessum leik geri stórtapið úti enn meira svekkjandi, segist Ólafur ekki vilja hugsa svoleiðis.

„Leikurinn úti er liðinn. Við gerðum mistök þar og verðum bara að læra af því. Það sem skiptir máli núna er leikurinn í kvöld og að við skyldum hafa unnið hann. Svo þegar ég er búinn að sjúga karamelluna aðeins í kvöld skiptir mig svo máli leikurinn á sunnudaginn,“ sagði Ólafur.

„Það er helvítis kjaftæði að íslensk lið séu bara í Evrópukeppninni til að fá hlé á deildinni, og auðvitað vildum við hafa gert betur. En ég tel að það sé hægt að gera ýmislegt í þessari keppni. Kannski segja margir að úrslitin hafi verið þessi í kvöld af því að Rosenborg hafi verið með örugga forystu eftir fyrri leikinn. Það skiptir mig engu máli, það sem ég sá var heilsteypt Breiðablikslið sem vildi sækja úrslit í kvöld.“

Viðtalið við Ólaf má sjá í heild sinni hér að ofan.
banner
banner