Mainoo, Konate og Mac Allister eftirsóttir - Tonali með heimþrá - Semenyo til Liverpool?
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   mið 20. júlí 2011 21:50
Alexander Freyr Tamimi
Óli Kristjáns: Ofsa margir tilbúnir að rífa niður og vera neikvæðir
Ólafur Kristjánsson þjálfari Breiðabliks var að vonum stoltur eftir 2-0 sigur sinna manna gegn norska stórliðinu Rosenborg í undankeppni Meistaradeildarinnar. Blikar töpuðu fyrri leiknum í Þrándheimi 5-0 en sýndu mikinn vilja og karakter í kvöld.

„Ég er alltaf stoltur af liðinu og það er ánægjulegt að við héldum hreinu og skoruðum tvö mörk. Við vorum ekki sáttir með úrslitin í Noregi og töldum okkur geta gert betur þar. En það sem skiptir mig mestu máli er að ég sá lið úti á vellinum, ég sá Blika sem vildu vinna saman og gefa sig í verkefnið,“ sagði Ólafur við Fótbolta.net eftir þennan frækna sigur.

Það hefðu kannski ekki margir spáð því að Blikar myndu vinna svona flottan sigur eftir að hafa tapað 5-0 úti í Noregi, og segir Ólafur að það séu allt of margir neikvæðir í garð liðsins.

„Það eru alveg ofsalega margir sem eru tilbúnir að rífa niður og vera neikvæðir, en það fólk hjálpar okkur ekki neitt. Strákarnir eru búnir að vinna vel og við erum búnir að taka okkur í gegn fyrir þennan leik sem og marga aðra. Þetta er bara þrautsegja og það þarf að halda áfram og hlusta ekki á bölsýnisrausið,“ bætti Ólafur við.

Aðspurður hvort að góð frammistaða í þessum leik geri stórtapið úti enn meira svekkjandi, segist Ólafur ekki vilja hugsa svoleiðis.

„Leikurinn úti er liðinn. Við gerðum mistök þar og verðum bara að læra af því. Það sem skiptir máli núna er leikurinn í kvöld og að við skyldum hafa unnið hann. Svo þegar ég er búinn að sjúga karamelluna aðeins í kvöld skiptir mig svo máli leikurinn á sunnudaginn,“ sagði Ólafur.

„Það er helvítis kjaftæði að íslensk lið séu bara í Evrópukeppninni til að fá hlé á deildinni, og auðvitað vildum við hafa gert betur. En ég tel að það sé hægt að gera ýmislegt í þessari keppni. Kannski segja margir að úrslitin hafi verið þessi í kvöld af því að Rosenborg hafi verið með örugga forystu eftir fyrri leikinn. Það skiptir mig engu máli, það sem ég sá var heilsteypt Breiðablikslið sem vildi sækja úrslit í kvöld.“

Viðtalið við Ólaf má sjá í heild sinni hér að ofan.
banner
banner
banner