Risatilboði Chelsea hafnað - Tekur Nuno við West Ham? - Tveir á blaði United - Ungur miðvörður til Arsenal?
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   mið 20. júlí 2011 21:50
Alexander Freyr Tamimi
Óli Kristjáns: Ofsa margir tilbúnir að rífa niður og vera neikvæðir
Ólafur Kristjánsson þjálfari Breiðabliks var að vonum stoltur eftir 2-0 sigur sinna manna gegn norska stórliðinu Rosenborg í undankeppni Meistaradeildarinnar. Blikar töpuðu fyrri leiknum í Þrándheimi 5-0 en sýndu mikinn vilja og karakter í kvöld.

„Ég er alltaf stoltur af liðinu og það er ánægjulegt að við héldum hreinu og skoruðum tvö mörk. Við vorum ekki sáttir með úrslitin í Noregi og töldum okkur geta gert betur þar. En það sem skiptir mig mestu máli er að ég sá lið úti á vellinum, ég sá Blika sem vildu vinna saman og gefa sig í verkefnið,“ sagði Ólafur við Fótbolta.net eftir þennan frækna sigur.

Það hefðu kannski ekki margir spáð því að Blikar myndu vinna svona flottan sigur eftir að hafa tapað 5-0 úti í Noregi, og segir Ólafur að það séu allt of margir neikvæðir í garð liðsins.

„Það eru alveg ofsalega margir sem eru tilbúnir að rífa niður og vera neikvæðir, en það fólk hjálpar okkur ekki neitt. Strákarnir eru búnir að vinna vel og við erum búnir að taka okkur í gegn fyrir þennan leik sem og marga aðra. Þetta er bara þrautsegja og það þarf að halda áfram og hlusta ekki á bölsýnisrausið,“ bætti Ólafur við.

Aðspurður hvort að góð frammistaða í þessum leik geri stórtapið úti enn meira svekkjandi, segist Ólafur ekki vilja hugsa svoleiðis.

„Leikurinn úti er liðinn. Við gerðum mistök þar og verðum bara að læra af því. Það sem skiptir máli núna er leikurinn í kvöld og að við skyldum hafa unnið hann. Svo þegar ég er búinn að sjúga karamelluna aðeins í kvöld skiptir mig svo máli leikurinn á sunnudaginn,“ sagði Ólafur.

„Það er helvítis kjaftæði að íslensk lið séu bara í Evrópukeppninni til að fá hlé á deildinni, og auðvitað vildum við hafa gert betur. En ég tel að það sé hægt að gera ýmislegt í þessari keppni. Kannski segja margir að úrslitin hafi verið þessi í kvöld af því að Rosenborg hafi verið með örugga forystu eftir fyrri leikinn. Það skiptir mig engu máli, það sem ég sá var heilsteypt Breiðablikslið sem vildi sækja úrslit í kvöld.“

Viðtalið við Ólaf má sjá í heild sinni hér að ofan.