,,Við fengum á okkur klaufaleg mörk,” sagði Heimir Hallgrímsson þjálfari ÍBV í samtali við Fótbolta.net eftir 4-2 tap gegn FH á útivelli í kvöld.
Lestu um leikinn: FH 4 - 2 ÍBV
Með þeim úrslitum er ljóst að KR varð Íslandsmeistari og FH er komið í annað sætið á kostnað Eyjamanna.
Tryggvi Guðmundsson fór af velli snemma leik eftir að hafa fengið þungt höfuðhögg í samstuði við Hákon Hallfreðsson sem Heimir segir að hafi átt að fá rautt.
,,Við fáum gult spjald þegar einhver sparkar í vatnsbrúsan þegar hann kemur útaf hjá okkur og það er sama fyrir að setja 20 cm skurð í hausinn á mann.”
,,Þetta var ekkert annað en rautt spjald, þetta er lögreglukæra ef einhver gerir svona úti í bæ. Þetta var klárt rautt spjald. Það er opinn á honum hausinn, hann slær ekki markametið í ár,” sagði Heimir sem segir KR-inga verðskuldaða meistara.
,,,Þeir hafa frá upphafi mótsins verið með þetta í hendi sér og klára það vel og eru verðskuldaðir Íslandsmeistarar.”
Nánar er rætt við Heimi í sjónvarpinu hér að ofan.