Arsenal hefur áhuga á Rogers - Elliott færist nær Leipzig - Forest hefur áhuga á Carmona og Cash
Óli Kri: Rotar okkur svolítið þetta mark sem þau skora
Óskar Smári: Sár, svekktur, fúll
Einar Guðna: Ótrúlega glaður með þessi þrjú stig fyrst og fremst
Matti Guðmunds: Kannski er þetta okkar besti leikur svona heilt yfir í 90 mínútur
„Það er bara eins og í box bardaga að fá á sig vönkun eftir vönkun"
Dóri Árna svarar gagnrýnisröddum - „Ég vona einhver gefi þeim gott knús heima"
Fyrsti bikarúrslitaleikur Hólmars á Íslandi - „Mikil eftirvænting“
Rúnar Kristins: Erum tilbúnir í þessa baráttu
Óskar Hrafn: Vorum eins og hjón sem hafa makaskipti í Dansskóla Köru
Galdur: Leist betur á KR en Breiðablik
Elmar Atli: Auðvitað fúll en ég virði ákvörðun þjálfarans
Davíð Smári: Virðist dáið á Íslandi að sóknarmaðurinn njóti vafans
Túfa: Frederik og Aron ættu að vera klárir á föstudaginn
Bragi Karl setti tvö í 5-4 sigri: Ljúft að sækja þrjú stig í Kópavoginn
Kjartan Henry: FH var ekki að fara að tapa fyrir Breiðabliki tvo daga í röð
Dóri Árna: Skora fjögur mörk á heimavelli á alltaf að vera nóg
Lárus Orri: Ómar er kýldur í magann
Sölvi: Fæ aftur þá tilfinningu að lífið sé gott
Ingvar tjáir sig um bekkjarsetuna: Tímasetningin hrikalega súr
Maggi: Það hafa mörg lið brotnað við það en við gerum það ekki
   mið 21. desember 2011 09:30
Magnús Már Einarsson
Gunnar Már: Hefði alltaf farið í Fjölni í fyrstu deildinni
Mynd: Fótbolti.net - Magnús Már Einarsson
,,Ég kunni vel við mig á Akureyri og vonandi á ég eftir að kunna ennþá betur við mig í Eyjum," sagði Gunnar Már Guðmundsson við Fótbolta.net í kvöld eftir að hafa skrifað undir þriggja ára samning við ÍBV.

Gunnar Már var á láni hjá Þór í sumar og Akureyrarliðið reyndi einnig að krækja í hann frá FH. Gunnar Már var þó ekki spenntur fyrir því að leika með Þór í fyrstu deildinni.

,,Ef ég hefði farið í fyrstu deildina þá hefði ég alltaf farið í Fjölni, ég get ekki spilað á móti þeim," sagði Gunnar sem er uppalinn Fjölnismaður.

Gunnar Már gekk í raðir FH eftir að Fjölnir féll árið 2009 en meiðsli settu strik í reikninginn hjá honum hjá Fimleikafélaginu.

,,Minn æfingatími hjá FH var aðallega á þrekhjólinu og vonandi breytist það núna. Ég vona að það sé ekki til þrekhjól í Eyjum."

Eyjamenn hafa endað í þriðja sæti Pepsi-deildarinnar tvö ár í röð og Gunnar vill ná titlinum á næsta ári.

,,Það verður gerð atlaga að titlinum. Ef þú hefur verið í kringum 2 og 3. sætið undanfarin ár þá hlýtur stefnan vera sett á að vera númer 1."

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
banner