,,Þetta var næstum því 100% nýting svo þetta er helvíti gott," sagði Garðar Gunnlaugsson framherji ÍA eftir 2-1 sigur á Fylki í kvöld en hann skoraði bæði mörk sinna manna.
Lestu um leikinn: ÍA 2 - 1 Fylkir
,,Við náðum að halda boltanum niðri og náðum góðum spilköflum. Við vissum að þetta yrði barningur og það lið sem myndi hlaupa meira og berjast meira myndi vinna og það gerðum við."
Garðar kom ÍA yfir á 25. mínútu með skalla sem fór í grasið og svo í markið. En ætlaði hann að gera þetta?
,,Ég ætlaði að stýra honum í þetta horn já," sagði Garðar og hló. ,,En ég ætlaði að hitta hann betur."
Tómas Joð Þorsteinsson fékk að líta rauða spjaldið á 57. mínútu, tveimur mínútum eftir að Fylkir jafnaði metin en Garðar skoraði svo sigurmarkið þegar tíu mínútur voru eftir.
,,Við vorum svolítið að ströggla fyrst og það er eins og Fylkir hafi fengið auka kraft þarna en eftir að við skoruðum kom meiri ró í okkur, við vorum að halda boltanum og spila eins og við værum manni fleiri."
Nánar er rætt við Garðar í sjónvarpinu að ofan.
Athugasemdir






















